Juve hafði botnliðið í sex marka leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. mars 2023 21:52 Tvenna. Getty Images Það var boðið upp á markaveislu í síðasta leik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus fékk botnlið Sampdoria í heimsókn og úr varð bráðfjörugur leikur þar sem heimamenn byrjuðu með látum og komust í 2-0 snemma leiks með mörkum Bremer og Adrien Rabiot. Það var þó ekki til að kremja sjálfstraust gestanna sem náðu að jafna metin með tveimur mörkum með nokkurra sekúndna millibili eftir rúmlega hálftíma leik og staðan í leikhléi því 2-2. Juventus var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og náðu að landa sigrinum þrátt fyrir vítaklúður Dusan Vlahovic um miðbik síðari hálfleiks en Rabiot gerði sitt annað mark áður en ungstirnið Matias Soule innsiglaði 4-2 sigur Juventus með marki í uppbótartíma. Ítalski boltinn
Það var boðið upp á markaveislu í síðasta leik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus fékk botnlið Sampdoria í heimsókn og úr varð bráðfjörugur leikur þar sem heimamenn byrjuðu með látum og komust í 2-0 snemma leiks með mörkum Bremer og Adrien Rabiot. Það var þó ekki til að kremja sjálfstraust gestanna sem náðu að jafna metin með tveimur mörkum með nokkurra sekúndna millibili eftir rúmlega hálftíma leik og staðan í leikhléi því 2-2. Juventus var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og náðu að landa sigrinum þrátt fyrir vítaklúður Dusan Vlahovic um miðbik síðari hálfleiks en Rabiot gerði sitt annað mark áður en ungstirnið Matias Soule innsiglaði 4-2 sigur Juventus með marki í uppbótartíma.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti