Fótboltasérfræðingur settur á bekkinn fyrir að líkja stjórnvöldum við nasista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2023 16:40 Lineker er kominn í tímabundið leyfi vegna ummæla sinna um útlendingafrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar. AP/James Manning Breska ríkisútvarpið hefur sent einn vinsælasta sjónvarpsmann landsins í tímabundið leyfi vegna gagnrýni hans á útlendingafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar innanríkisráðherra að hann geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist mannréttindasáttmála Evrópu. Breska ríkisstjórnin kynnti í vikunni nýtt útlendingafrumvarp sem á að taka á komu ólöglegra innflytjenda til landsins. Tugir þúsunda reyna á það ár hvert að komast yfir Ermasundið á misvafasömum farartækjum í von um betra líf á Bretlandseyjum. 🗣️ “Enough is enough. We must stop the boats.”@SuellaBraverman, The Home Secretary. pic.twitter.com/Ni4nhuh44b— Home Office (@ukhomeoffice) March 7, 2023 Verði frumvarpið samþykkt verða þeir sendir aftur til síns heima en sé heimalandið metið of hættulegt verður fólk flutt til öruggra þriðju landa, eins og Rúanda, eins og innanríkisráðherra orðar það í auglýsingu. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Braverman að hún geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Look what is written by @SuellaBraverman on the face of the Illegal Migration bill - that this legislation may not be compatible with the European Convention on Human Rights pic.twitter.com/YssxZfiqsC— Robert Peston (@Peston) March 7, 2023 Frumvarpið vakti hörð viðbrögð í Bretlandi og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker skrifaði á Twitter að frumvarpið minnti á orðræðu í Þýskalandi nasismans. Hann hefur síðan eytt tístinu. Lineker stýrir hinum geysivinsælu knattspyrnuþáttum Match of the Day en hefur af stjórnendum breska ríkisútvarpsins verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummælanna. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sakað stjórnendur BBC um hræsni, sérstaklega vegna þess að Lineker var hvattur sérstaklega til þess af yfirmönnum sínum að varpa ljósi á og gagnrýna stjórnvöld í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór þar fram í lok síðasta árs. Margir segja það skjóta skökku við að hann hafi verið hvattur til að gagnrýna erlend stjórnvöld en sæti viðurlögum fyrir að gagnrýna sín eigin. Tístið sem Lineker hefur síðan eytt. Bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt Lineker harðlega fyrir ummælin og sagt þau anga af gyðingahatri, enda sé eiginmaður innanríkisráðherrans gyðingur. Breska ríkisútvarpið hefur lýst því að Lineker komi ekki á skjáinn fyrr en hann hafi sammælst þeim um skýr mörk á samfélagsmiðlanotkun hans. Stendur við orð sín Stjórnendur þáttarins Football Focus, sem er sýndur í hádeginu á laugardögum, ákváðu að mæta ekki í dag til að sýna Lineker stuðning og standa með tjáningarfrelsi og þátturinn því tekinn af dagskrá. Þá neituðu allir varamenn að koma í stað Lineker í þátt Match of the Day í dag og fór þátturinn því í loftið án kynna og umræðu um leik dagsins. Þegar breskir fjölmiðlar sátu fyrir Lineker fyrir utan heimili hans sagðist hann ekki sjá eftir tístinu og standa við það sem hann sagði. Enn bætti á gagnrýni á BBC þegar frétt birtust í gær um að stjórnendur sjónvarpsins hafi tekið ákvörðun að sýna bara fimm þætti af sex sem voru framleiddir í nýjustu náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough. Þættirnir fjalla um náttúru Bretlandseyja en sá þáttur sem verður ekki sýndur í sjónvarpinu, heldur bara aðgengilegur á streymisveitu BBC, fjallar um náttúruspjöll og orsakir þeirra. Ástæða ákvörðunarinnar er sögð hræðsla stjórnenda sjónvarpsins um að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við og sömuleiðis hægrivængur stjórnmálanna. BBC hefur hafnað því að um ritskoðun á efni og skoðunum starfsmanna sé að ræða heldur hafi þátturinn ekki verið framleiddur sem hluti af seríunni heldur sem sjálfstæð eining. Bretland Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39 BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Breska ríkisstjórnin kynnti í vikunni nýtt útlendingafrumvarp sem á að taka á komu ólöglegra innflytjenda til landsins. Tugir þúsunda reyna á það ár hvert að komast yfir Ermasundið á misvafasömum farartækjum í von um betra líf á Bretlandseyjum. 🗣️ “Enough is enough. We must stop the boats.”@SuellaBraverman, The Home Secretary. pic.twitter.com/Ni4nhuh44b— Home Office (@ukhomeoffice) March 7, 2023 Verði frumvarpið samþykkt verða þeir sendir aftur til síns heima en sé heimalandið metið of hættulegt verður fólk flutt til öruggra þriðju landa, eins og Rúanda, eins og innanríkisráðherra orðar það í auglýsingu. Í greinargerð með frumvarpinu skrifar Braverman að hún geti ekki fullyrt að frumvarpið samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Look what is written by @SuellaBraverman on the face of the Illegal Migration bill - that this legislation may not be compatible with the European Convention on Human Rights pic.twitter.com/YssxZfiqsC— Robert Peston (@Peston) March 7, 2023 Frumvarpið vakti hörð viðbrögð í Bretlandi og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker skrifaði á Twitter að frumvarpið minnti á orðræðu í Þýskalandi nasismans. Hann hefur síðan eytt tístinu. Lineker stýrir hinum geysivinsælu knattspyrnuþáttum Match of the Day en hefur af stjórnendum breska ríkisútvarpsins verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummælanna. Margir hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sakað stjórnendur BBC um hræsni, sérstaklega vegna þess að Lineker var hvattur sérstaklega til þess af yfirmönnum sínum að varpa ljósi á og gagnrýna stjórnvöld í Katar þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór þar fram í lok síðasta árs. Margir segja það skjóta skökku við að hann hafi verið hvattur til að gagnrýna erlend stjórnvöld en sæti viðurlögum fyrir að gagnrýna sín eigin. Tístið sem Lineker hefur síðan eytt. Bresk stjórnvöld hafa gagnrýnt Lineker harðlega fyrir ummælin og sagt þau anga af gyðingahatri, enda sé eiginmaður innanríkisráðherrans gyðingur. Breska ríkisútvarpið hefur lýst því að Lineker komi ekki á skjáinn fyrr en hann hafi sammælst þeim um skýr mörk á samfélagsmiðlanotkun hans. Stendur við orð sín Stjórnendur þáttarins Football Focus, sem er sýndur í hádeginu á laugardögum, ákváðu að mæta ekki í dag til að sýna Lineker stuðning og standa með tjáningarfrelsi og þátturinn því tekinn af dagskrá. Þá neituðu allir varamenn að koma í stað Lineker í þátt Match of the Day í dag og fór þátturinn því í loftið án kynna og umræðu um leik dagsins. Þegar breskir fjölmiðlar sátu fyrir Lineker fyrir utan heimili hans sagðist hann ekki sjá eftir tístinu og standa við það sem hann sagði. Enn bætti á gagnrýni á BBC þegar frétt birtust í gær um að stjórnendur sjónvarpsins hafi tekið ákvörðun að sýna bara fimm þætti af sex sem voru framleiddir í nýjustu náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough. Þættirnir fjalla um náttúru Bretlandseyja en sá þáttur sem verður ekki sýndur í sjónvarpinu, heldur bara aðgengilegur á streymisveitu BBC, fjallar um náttúruspjöll og orsakir þeirra. Ástæða ákvörðunarinnar er sögð hræðsla stjórnenda sjónvarpsins um að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við og sömuleiðis hægrivængur stjórnmálanna. BBC hefur hafnað því að um ritskoðun á efni og skoðunum starfsmanna sé að ræða heldur hafi þátturinn ekki verið framleiddur sem hluti af seríunni heldur sem sjálfstæð eining.
Bretland Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39 BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
BBC sýnir ekki Attenborough af ótta við hægrimenn Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum. 10. mars 2023 15:39
BBC neitar ásökunum um ritskoðun Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum. 11. mars 2023 14:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent