Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 10:09 Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Vísir/Getty Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP Líbía Kjarnorka Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP
Líbía Kjarnorka Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira