Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
Tilkynning um andlátið barst á sjöunda tímanum í morgun en lögregla var kölluð til eftir kvörtun barst um hávaða og háreysti í húsinu. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru þrír menn í húsinu, einn þeirra meðvitundalaus með litlum lífsmörkum.
Sjúkrabíll var strax kallaður til og hóf lögregla endurlífgun á vettvangi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.
Hinir tveir mennirnir voru handteknir á staðnum og fluttir í fangageymslu. Rannsókn málsins er í fullum gangi að sögn lögreglu.
