Vill vita hvað Katrín ætlar að gera vegna bréfs umboðsmanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 13:53 Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Vísir/Vilhelm Sérstök umræða verður á Alþingi í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur og álits umboðsmanns þess efnis. Þingmaður segir augljóst að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotið og vill vita hvort forsætisráðhera hyggist bregðast við í verki. Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sendi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í liðinni viku bréf vegna ákvörðunar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að auka vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. Niðurstaða umboðsmanns var sú að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Katrín sagðist svo í samtali við fréttastofu fyrir helgi sammála því mati umboðsmanns að ræða hefði átt rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi áður en reglugerð sem heimilaði notkun vopnanna var gefin út af dómsmálaráðherra. Málið hefur síðan verð rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður rætt á Alþingi í dag þar sem Katrín situr fyrir svörum vegna málsins. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, segir að í stjórnarskrá komi fram hvernig ríkisstjórnin eigi að vinna. „Í raun kemur fram í þessu bréfi að sú grein [stjórnarskrárinnar] hafi verið brotin þó að það sé vitanlega ekki í verkahring umboðsmanns að skera úr um það heldur dómstóla.“ Arndís Anna er málshefjandi umræðunnar á þingfundi sem hefst klukkan 15:30. Stjórnarskrárákvæðið sem umboðsmaður telur hafa verið brotið sé til þess gert að tryggja fagleg störf ríkisstjórnar. „Það er bara ekkert sem bendir til að það sé þannig sem hafi verið unnið í þessu máli. Það er auðvitað alvarlegra mál heldur en hvað varðar þessa rafbyssuvæðingu sem sannarlega er nógu alvarlegt mál út af fyrir sig. Hann nýtir í raun engar leiðir sem stjórnnvöld hafa til að tryggja samráð og faglega vinnu og undirbúning að málum. Ég mun spyrja forsætisráðherra út í það hvort hún telji rétt að bregðast við þessari athugun umboðsmanns. Ef já, hvernig? Ef ekki, þá hvers vegna ekki,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Alþingi Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49 „Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
„Óásættanlegt að yfir hundrað lögreglumenn slasist við störf á ári hverju“ Landssamband lögreglumanna segir í ályktun að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi lögreglumanna í starfi. Starfsstéttin búi við flest vinnuslys. Ályktunin kemur í kjölfar fréttar Vísis sem birtist í morgun, kom þar fram að fullyrðingar dómsmálaráðherra um að slysum lögreglumanna hafi fjölgað verulega standist ekki. 17. mars 2023 14:31
Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59
Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. 16. mars 2023 06:49
„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 16. mars 2023 17:04