Fær ekki að búa í sama landi og eiginmaðurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. apríl 2023 09:00 Rannveig fær hvorki búsetuleyfi eða ríkisborgararétt og eins og er getur hún einungis dvalið í Bretlandi í sex mánuði í senn, sem ferðamaður. Lögheimili hennar er ennþá skráð í Svíþjóð. Aðsend Íslensk kona sem vill búa í Bretlandi fær hvorki dvalarleyfi né ríkisborgararétt, þrátt fyrir að hafa verið gift breskum manni í tvo áratugi og eiga tvö börn sem eru með breskt vegabréf. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2020 hefur skapað mikil vandræði fyrir íbúa innan EES. „Það eina sem ég bið um er að fá að vera með manninum mínum, að við getum komið okkur fyrir í hans heimalandi þar sem hann er fæddur og uppalinn. Mér finnst yndislegt að vera í Bretlandi og ég elska menninguna og fólkið. Fjölskylda mannsins mín er hérna og allt hans fólk,“ segir Rannveig Parry -Davies. Draumur um gistiheimili Rannveig flutti til Svíþjóðar árið 1985 og nokkrum árum síðar kynntist hún eiginmanni sínum, Dominic Parry-Davies í brúðkaupi hjá sameiginlegum vinum. Dominic var á þeim tíma búsettur í Bretlandi en hann flutti til Svíþjóðar til að vera með Rannveigu. Þau komu sér upp heimili í Lundi og eignuðust tvö börn sem í dag eru 24 ára og 25 ára gömul. Þau voru búsett í Lundi þar til á seinasta ári. „Við höfðum rætt það áður að flytja til Bretlands, en við vildum bíða þar til börnin væru orðin fullorðin og flutt að heiman, við vildum leyfa þeim að klára skólann í Svíþjóð,“ segir Rannveig. Rannveig starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð og Dominic starfaði sem smiður. Þau hafa lengi átt sér þann draum að flytja til Oxford og opna þar lítið gistiheimili. Það var síðan fyrir tæpu ári að þau hjónin fóru að huga að búferlaflutningum til Bretlands. Þau seldu húsið sitt í Lundi og Rannveig sagði upp starfinu sínu. „Þar sem að við erum búin að vera gift í 21 ár, og eigum tvö börn sem eru breskir ríkisborgarar þá héldum við að þetta væri bara formerkt að ég kæmist inn í landið. Ef við hefðum sótt um það fyrir þremur árum, fyrir Brexit, þá hefði þetta ekki verið neitt mál, þá hefði ég fengið svokallað ,,permanent leave.“ Rannveig segir þau ekki hafa órað fyrir þeim hindrunum sem áttu eftir að mæta þeim. Ferlið hófst í ágúst á seinasta ári. Hjónunum hefur verið tjáð að hjúskaparstaða þeirra veiti þeim enga tryggingu fyrir dvalarleyfi (residence permit) handa Rannveigu. Á umsóknareyðublaðinu sem þau fyllt út, þar sem spurt var hvort Rannveig væri gift breskum ríkisborgara, fylgdi á eftir spurning um hvort hjónabandið hefði verið skipulagt af þriðja aðila. Þá hefur þeim verið tjáð að umsóknarferlið muni taka allt að fimm ár. Kostnaðurinn er í kringum 17 þúsund evrur. Rannveig fær hvorki búsetuleyfi eða ríkisborgararétt og eins og er getur hún einungis dvalið í Bretlandi í sex mánuði í senn, sem ferðamaður. Lögheimili hennar er ennþá skráð í Svíþjóð. „Við töluðum við nokkra lögfræðinga í byrjun en fengum mjög misvísandi svör. Við töluðum síðan við lögfræðing sem sagði að gætum farið í sendiráðið í Svíþjóð eða á Íslandi og sótt um svokallað spouse settlement visa. Ef það fer í gegn fæ ég að vera í Bretlandi í tvö og hálft ár og þarf svo að sækja um það aftur. Eftir fimm ár á ég síðan að geta sótt um að vera ríkisborgari. Og það er ekki einu sinni víst að ég fái það, þeir geta alveg sagt nei. Ég hef samt engan áhuga á að vera breskur ríkisborgari, mig langar bara að vera þar sem maðurinn minn er.“ Allt í lausu lofti Rannveig og Dominic fóru til Íslands í seinasta mánuði og ætluðu þá að skila inn umsókn hjá breska sendiráðinu. „Þá var okkur sagt að það væri hætt að gera þetta hjá þeim, það væri búið að prívatísera þetta og það væri bara opið einu sinni í mánuði. Við komum auðvitað á vitlausum tíma.“ Rannveig vonast nú til að geta sótt um leyfið hjá sendiráðinu í Svíþjóð eða Danmörku. „Það ferli getur hins vegar tekið þrjá til sex mánuði og kostar þar að auki nokkur hundruð þúsund. Þegar allt þetta ferli verður loksins búið verðum við búin að leggja fram rúmlega tvær milljónir.“ Í dag búa Rannveig og eiginmaður hennar heima hjá móður Dominic í Hampstead. „En við getum auðvitað ekki búið þar endalaust. Okkur langar að kaupa hús hér en vitum ekki hvort eða hvenær við getum gert það." Þetta ferli setur allt lífið okkar í bið einhvern veginn. Ég segi við fólk að ég búi í Lala landi núna.“ Rannveig segir sárt og erfitt að standa í þessu ferli. „Á meðan geta börnin mín farið inn og út úr landinu eins og þau vilja. Það er eins og að það sé verið að gera þetta eins erfitt og flókið og hægt er. Ég er ekki að koma til hanga á kerfinu eða eitthvað þannig, ég er að fara að koma með peninga inn í landið. Ég vil vinna í landinu og borga skatta og gefa til samfélagsins.“ Íslendingar erlendis England Svíþjóð Innflytjendamál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
„Það eina sem ég bið um er að fá að vera með manninum mínum, að við getum komið okkur fyrir í hans heimalandi þar sem hann er fæddur og uppalinn. Mér finnst yndislegt að vera í Bretlandi og ég elska menninguna og fólkið. Fjölskylda mannsins mín er hérna og allt hans fólk,“ segir Rannveig Parry -Davies. Draumur um gistiheimili Rannveig flutti til Svíþjóðar árið 1985 og nokkrum árum síðar kynntist hún eiginmanni sínum, Dominic Parry-Davies í brúðkaupi hjá sameiginlegum vinum. Dominic var á þeim tíma búsettur í Bretlandi en hann flutti til Svíþjóðar til að vera með Rannveigu. Þau komu sér upp heimili í Lundi og eignuðust tvö börn sem í dag eru 24 ára og 25 ára gömul. Þau voru búsett í Lundi þar til á seinasta ári. „Við höfðum rætt það áður að flytja til Bretlands, en við vildum bíða þar til börnin væru orðin fullorðin og flutt að heiman, við vildum leyfa þeim að klára skólann í Svíþjóð,“ segir Rannveig. Rannveig starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð og Dominic starfaði sem smiður. Þau hafa lengi átt sér þann draum að flytja til Oxford og opna þar lítið gistiheimili. Það var síðan fyrir tæpu ári að þau hjónin fóru að huga að búferlaflutningum til Bretlands. Þau seldu húsið sitt í Lundi og Rannveig sagði upp starfinu sínu. „Þar sem að við erum búin að vera gift í 21 ár, og eigum tvö börn sem eru breskir ríkisborgarar þá héldum við að þetta væri bara formerkt að ég kæmist inn í landið. Ef við hefðum sótt um það fyrir þremur árum, fyrir Brexit, þá hefði þetta ekki verið neitt mál, þá hefði ég fengið svokallað ,,permanent leave.“ Rannveig segir þau ekki hafa órað fyrir þeim hindrunum sem áttu eftir að mæta þeim. Ferlið hófst í ágúst á seinasta ári. Hjónunum hefur verið tjáð að hjúskaparstaða þeirra veiti þeim enga tryggingu fyrir dvalarleyfi (residence permit) handa Rannveigu. Á umsóknareyðublaðinu sem þau fyllt út, þar sem spurt var hvort Rannveig væri gift breskum ríkisborgara, fylgdi á eftir spurning um hvort hjónabandið hefði verið skipulagt af þriðja aðila. Þá hefur þeim verið tjáð að umsóknarferlið muni taka allt að fimm ár. Kostnaðurinn er í kringum 17 þúsund evrur. Rannveig fær hvorki búsetuleyfi eða ríkisborgararétt og eins og er getur hún einungis dvalið í Bretlandi í sex mánuði í senn, sem ferðamaður. Lögheimili hennar er ennþá skráð í Svíþjóð. „Við töluðum við nokkra lögfræðinga í byrjun en fengum mjög misvísandi svör. Við töluðum síðan við lögfræðing sem sagði að gætum farið í sendiráðið í Svíþjóð eða á Íslandi og sótt um svokallað spouse settlement visa. Ef það fer í gegn fæ ég að vera í Bretlandi í tvö og hálft ár og þarf svo að sækja um það aftur. Eftir fimm ár á ég síðan að geta sótt um að vera ríkisborgari. Og það er ekki einu sinni víst að ég fái það, þeir geta alveg sagt nei. Ég hef samt engan áhuga á að vera breskur ríkisborgari, mig langar bara að vera þar sem maðurinn minn er.“ Allt í lausu lofti Rannveig og Dominic fóru til Íslands í seinasta mánuði og ætluðu þá að skila inn umsókn hjá breska sendiráðinu. „Þá var okkur sagt að það væri hætt að gera þetta hjá þeim, það væri búið að prívatísera þetta og það væri bara opið einu sinni í mánuði. Við komum auðvitað á vitlausum tíma.“ Rannveig vonast nú til að geta sótt um leyfið hjá sendiráðinu í Svíþjóð eða Danmörku. „Það ferli getur hins vegar tekið þrjá til sex mánuði og kostar þar að auki nokkur hundruð þúsund. Þegar allt þetta ferli verður loksins búið verðum við búin að leggja fram rúmlega tvær milljónir.“ Í dag búa Rannveig og eiginmaður hennar heima hjá móður Dominic í Hampstead. „En við getum auðvitað ekki búið þar endalaust. Okkur langar að kaupa hús hér en vitum ekki hvort eða hvenær við getum gert það." Þetta ferli setur allt lífið okkar í bið einhvern veginn. Ég segi við fólk að ég búi í Lala landi núna.“ Rannveig segir sárt og erfitt að standa í þessu ferli. „Á meðan geta börnin mín farið inn og út úr landinu eins og þau vilja. Það er eins og að það sé verið að gera þetta eins erfitt og flókið og hægt er. Ég er ekki að koma til hanga á kerfinu eða eitthvað þannig, ég er að fara að koma með peninga inn í landið. Ég vil vinna í landinu og borga skatta og gefa til samfélagsins.“
Íslendingar erlendis England Svíþjóð Innflytjendamál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira