Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðarmótin.

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Um sjötíu kínverskar orustuþotur og nokkur skip taka þátt í þriggja daga heræfingum við Taívan sem sagðar eru viðbrögð við Bandaríkjaheimsókn forseta landsins. Meðlimir strandgæslunnar sögðu Kínaher að hypja sig í dag.

Þá fjöllum við um páskadagsávarp Frans páfa, ræðum við prest í beinni útsendingu og skoðum Hella sem njóta vinsælda.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×