Trump malar gull á ákærunum Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2023 18:45 Donald Trump, hefur safnað miklu magni af peningum eftir að hann var ákærður fyrir fjármálaglæpi í síðasta mánuði. AP/Darron Cummings Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði. Frá því er hann var ákærður þann 30. mars hefur Trump nærri því halað inn jafn miklu í fjárveitingum og hann hafði gert síðustu þrjá mánuði þar áður, samkvæmt frétt Politico. Þar segir að samkvæmt nýjum opinberum skjölum frá framboði Trumps hafi hann safnað 18,8 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Afganginum af milljónunum 34 hefur Trump safnað á síðustu tveimur vikum. Það er eftir að hann var ákærður af umdæmasaksóknara í New York fyrir 34 fjármálabrot vegna 130 þúsund dala greiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron Trump. Trump er einnig til rannsóknar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt. Margir að gefa Trump peninga í fyrsta sinn Fjárveitingarnar þykja til marks um að ákærurnar hafi haft mikil áhrif á forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Politico segir að þó Trump standi frammi fyrir miklum lagavandræðum virðist sem stuðningsmenn hans og aðrir Repúblikanar hafi fylkt sér um hann. Nærri því fjórðungur þeirra sem hefur gefið Trump peninga á síðustu tveimur vikum, hafði aldrei gert það áður. Sjá einnig: Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru AP fréttaveitan segir að þar til hann var ákærður hafi fjáröflun Trumps ekki verið í takt við fjáröflun hans fyrir aðrar kosningar hingað til. Enn sem komið er hafa fáir fyrir utan Trump lýst yfir framboði fyrir forval Repúblikanaflokksins en fréttaveitan segir auðuga bakhjarla flokksins hafa verið að leita að öðrum frambjóðendum til að styrkja en Trump. Auk Trump hafa Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, og Vivek Ramaswamy, auðjöfur, lýst yfir framboði fyrir forvalið. Líklegt er að fleiri bætist í hópinn á næstu mánuðum og þar á meðal Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. Fagnað með standandi lófaklappi í tvær mínútur Trump hélt í gær sína fyrstu opinberu ræðu frá því hann var ákærður. Það gerði hann á ársfundi samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Er Trump gekk á svið var honum tekið með standandi lófaklappi sem stóð yfir í rúmar tvær mínútur, samkvæmt frétt Washington post. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem mun mögulega bjóða sig aftur fram, var aftur á móti tekið með púum áhorfenda. „Ég elska ykkur líka,“ sagði Pence í gríni. Seinna í ræðu hans, er hann talaði um hve mikill heiður það hefði verið að varaforseti Trumps, öskraði einn í salnum: „Aldrei aftur“. Trump og stuðningsmenn hans hafa lengi verið harðlega gagnrýnir á Pence eftir að hann neitaði kröfu Trumps um að hann kæmi í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem var ekki í valdi Pence. Stuðningsmenn Trump sem ruddu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar 2021, með því markmiði að koma í veg fyrir áðurnefnda staðfestingu, kölluðu margir hverjir eftir því að Pence yrði hengdur. Sjá einnig: Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Trump talaði um Pence í ræðu sinni og móttökurnar sem hann hafði fengið skömmu áður. „Vonandi veittuð þið Pence góðar móttökur,“ sagði Trump. „Því hann er góður maður ef þið viljið vita sannleikann. Hann er góður maður og ég heyrði að þetta hefði verið slæmt.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Tengdar fréttir „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. 7. apríl 2023 10:00 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Frá því er hann var ákærður þann 30. mars hefur Trump nærri því halað inn jafn miklu í fjárveitingum og hann hafði gert síðustu þrjá mánuði þar áður, samkvæmt frétt Politico. Þar segir að samkvæmt nýjum opinberum skjölum frá framboði Trumps hafi hann safnað 18,8 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Afganginum af milljónunum 34 hefur Trump safnað á síðustu tveimur vikum. Það er eftir að hann var ákærður af umdæmasaksóknara í New York fyrir 34 fjármálabrot vegna 130 þúsund dala greiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron Trump. Trump er einnig til rannsóknar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og saksóknurum í Georgíu vegna opinberra og leynilegra gagna sem hann telur sig eiga og tilrauna hans til snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, svo eitthvað sé nefnt. Margir að gefa Trump peninga í fyrsta sinn Fjárveitingarnar þykja til marks um að ákærurnar hafi haft mikil áhrif á forval Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Politico segir að þó Trump standi frammi fyrir miklum lagavandræðum virðist sem stuðningsmenn hans og aðrir Repúblikanar hafi fylkt sér um hann. Nærri því fjórðungur þeirra sem hefur gefið Trump peninga á síðustu tveimur vikum, hafði aldrei gert það áður. Sjá einnig: Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru AP fréttaveitan segir að þar til hann var ákærður hafi fjáröflun Trumps ekki verið í takt við fjáröflun hans fyrir aðrar kosningar hingað til. Enn sem komið er hafa fáir fyrir utan Trump lýst yfir framboði fyrir forval Repúblikanaflokksins en fréttaveitan segir auðuga bakhjarla flokksins hafa verið að leita að öðrum frambjóðendum til að styrkja en Trump. Auk Trump hafa Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, og Vivek Ramaswamy, auðjöfur, lýst yfir framboði fyrir forvalið. Líklegt er að fleiri bætist í hópinn á næstu mánuðum og þar á meðal Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. Fagnað með standandi lófaklappi í tvær mínútur Trump hélt í gær sína fyrstu opinberu ræðu frá því hann var ákærður. Það gerði hann á ársfundi samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA). Er Trump gekk á svið var honum tekið með standandi lófaklappi sem stóð yfir í rúmar tvær mínútur, samkvæmt frétt Washington post. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem mun mögulega bjóða sig aftur fram, var aftur á móti tekið með púum áhorfenda. „Ég elska ykkur líka,“ sagði Pence í gríni. Seinna í ræðu hans, er hann talaði um hve mikill heiður það hefði verið að varaforseti Trumps, öskraði einn í salnum: „Aldrei aftur“. Trump og stuðningsmenn hans hafa lengi verið harðlega gagnrýnir á Pence eftir að hann neitaði kröfu Trumps um að hann kæmi í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem var ekki í valdi Pence. Stuðningsmenn Trump sem ruddu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar 2021, með því markmiði að koma í veg fyrir áðurnefnda staðfestingu, kölluðu margir hverjir eftir því að Pence yrði hengdur. Sjá einnig: Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Trump talaði um Pence í ræðu sinni og móttökurnar sem hann hafði fengið skömmu áður. „Vonandi veittuð þið Pence góðar móttökur,“ sagði Trump. „Því hann er góður maður ef þið viljið vita sannleikann. Hann er góður maður og ég heyrði að þetta hefði verið slæmt.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Tengdar fréttir „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. 7. apríl 2023 10:00 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. 7. apríl 2023 10:00
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30
Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3. apríl 2023 15:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent