Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2023 23:56 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur ekki verið feiminn við að sýna harða afstöðu sína gegn þungunarrofi. AP/Charles Krupa Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. Þegar eru byrjaðar að sjást vísbendingar um mikla óánægju almennra kjósenda í kosningum víðsvegar um Bandaríkin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars í Wisconsin þar sem kosið var til hæstaréttar ríkisins í síðustu viku. Þar vann frambjóðandi hlynntur þungunarrofi með ellefu prósentustigum. Joe Biden vann í forsetakosningunum í Wisconsin með minna en einu prósentustigi. Frambjóðendur Repúblikanaflokksins hafa einnig tapað með áberandi hætti í kosningum í Michigan, New Hampshire, Nevada og í Kansas á síðustu mánuðum eða frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Vandi Repúblikana er sérstaklega mikill í kosningum yfir heil ríki, þar sem Repúblikanar hafa víða hagrætt kjördæmum sér í vil. Sjá einnig: Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs AP segir áhrifamenn sem koma að forsetaframboðum innan flokksins viðurkenna í einrúmi að Repúblikanaflokkurinn standi höllum fæti gagnvart umræðu um þungunarrof. Kannanir sýni að almennir kjósendur telji að þungunarrof eigi að vera löglegt í flestum tilfellum. Á sama tíma séu aðgerðasinnar gegn þungunarrofi innan Repúblikanaflokksins að vara frambjóðendur við því að grasrótin, sem tekur þátt í prófkjörum, muni ekki sætta sig við neitt annað en ströng bönn. Sérstaklega með tilliti til þess að frambjóðendur Repúblikanaflokksins hafi um árabil heitið því að banna þungunarrof, fái þeir tækifæri til þess. DeSantis gengur hart fram Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sem þykir líklegur til að tilkynna forsetaframboð á næstunni, skrifaði nýverið undir lög sem banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en flestar konur vita að þær ganga með barn. Ríkisstjórinn hefur ekki verið feiminn við að flagga þessum aðgerðum sínum en aðrir frambjóðendur og þar á meðal Donald Trump, hafa gert lítið úr stuðningi þeirra við aðgerðir sem þessar af ótta við að viðbrögð almennra kjósenda. „Ólíkt Trump, stendur DeSantis fastur á því að verja líf ófæddra barna,“ sagði talskona ríkisstjórans í vikunni. Kannanir gefa til kynna að Trump hafi mikið forskot á DeSantis meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Hann hefur sömuleiðis safnað fúlgum fjár í kosningasjóð sinn eftir að hann var nýlega ákærður. Kjósendur vilji ekki heyra um stolnar kosningar Auðugir bakhjarlar Repúblikanaflokksins hafa ekki enn ekki fundið sér frambjóðenda sem þeir eru tilbúnir til að styðja. Þó Trump sé í góðri stöðu getur margt gerst áður en Repúblikanar velja sér forsetaframbjóðanda og forsetinn fyrrverandi á sér andstæðinga innan flokksins. Landsnefnd Repúblikanafundins heldur um helgina samkomu fyrir áðurnefnda bakhjarla og áður en Trump stígur á svið í nótt, hafa andstæðingar hans staðið þar. Þeirra á meðal er Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu. „Kjósendur vildu heyra hvað Repúblikanar voru að gera til að hjálpa þeim að berjast gegn hæstu verðbólgunni í fjörutíu ár. Þeir vildu ekki hlusta í marga mánuði af deilum um það hvort forsetakosningunum 2020 hefði verið stolið,“ sagði Kemp, samkvæmt frétt Politico. Án þess að nefna Trump á nafn var Kemp að kenna honum um slæmt gengi Repúblikana í síðustu kosningum. Ríkisstjórinn varaði við því að ekki einn einasti óákveðni kjósandi myndi kjósa frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem talaði um stolnar kosningar árið 2020. Það væri löngu liðin tíð. Í frétt Politico segir að bakhjarlarnir auðugu hafi ekki komið sér saman um framhaldið og hvern þeir geti stutt, annan en Trump. Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Þegar eru byrjaðar að sjást vísbendingar um mikla óánægju almennra kjósenda í kosningum víðsvegar um Bandaríkin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars í Wisconsin þar sem kosið var til hæstaréttar ríkisins í síðustu viku. Þar vann frambjóðandi hlynntur þungunarrofi með ellefu prósentustigum. Joe Biden vann í forsetakosningunum í Wisconsin með minna en einu prósentustigi. Frambjóðendur Repúblikanaflokksins hafa einnig tapað með áberandi hætti í kosningum í Michigan, New Hampshire, Nevada og í Kansas á síðustu mánuðum eða frá því Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi stjórnarskrárbundinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Vandi Repúblikana er sérstaklega mikill í kosningum yfir heil ríki, þar sem Repúblikanar hafa víða hagrætt kjördæmum sér í vil. Sjá einnig: Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs AP segir áhrifamenn sem koma að forsetaframboðum innan flokksins viðurkenna í einrúmi að Repúblikanaflokkurinn standi höllum fæti gagnvart umræðu um þungunarrof. Kannanir sýni að almennir kjósendur telji að þungunarrof eigi að vera löglegt í flestum tilfellum. Á sama tíma séu aðgerðasinnar gegn þungunarrofi innan Repúblikanaflokksins að vara frambjóðendur við því að grasrótin, sem tekur þátt í prófkjörum, muni ekki sætta sig við neitt annað en ströng bönn. Sérstaklega með tilliti til þess að frambjóðendur Repúblikanaflokksins hafi um árabil heitið því að banna þungunarrof, fái þeir tækifæri til þess. DeSantis gengur hart fram Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sem þykir líklegur til að tilkynna forsetaframboð á næstunni, skrifaði nýverið undir lög sem banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en flestar konur vita að þær ganga með barn. Ríkisstjórinn hefur ekki verið feiminn við að flagga þessum aðgerðum sínum en aðrir frambjóðendur og þar á meðal Donald Trump, hafa gert lítið úr stuðningi þeirra við aðgerðir sem þessar af ótta við að viðbrögð almennra kjósenda. „Ólíkt Trump, stendur DeSantis fastur á því að verja líf ófæddra barna,“ sagði talskona ríkisstjórans í vikunni. Kannanir gefa til kynna að Trump hafi mikið forskot á DeSantis meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Hann hefur sömuleiðis safnað fúlgum fjár í kosningasjóð sinn eftir að hann var nýlega ákærður. Kjósendur vilji ekki heyra um stolnar kosningar Auðugir bakhjarlar Repúblikanaflokksins hafa ekki enn ekki fundið sér frambjóðenda sem þeir eru tilbúnir til að styðja. Þó Trump sé í góðri stöðu getur margt gerst áður en Repúblikanar velja sér forsetaframbjóðanda og forsetinn fyrrverandi á sér andstæðinga innan flokksins. Landsnefnd Repúblikanafundins heldur um helgina samkomu fyrir áðurnefnda bakhjarla og áður en Trump stígur á svið í nótt, hafa andstæðingar hans staðið þar. Þeirra á meðal er Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu. „Kjósendur vildu heyra hvað Repúblikanar voru að gera til að hjálpa þeim að berjast gegn hæstu verðbólgunni í fjörutíu ár. Þeir vildu ekki hlusta í marga mánuði af deilum um það hvort forsetakosningunum 2020 hefði verið stolið,“ sagði Kemp, samkvæmt frétt Politico. Án þess að nefna Trump á nafn var Kemp að kenna honum um slæmt gengi Repúblikana í síðustu kosningum. Ríkisstjórinn varaði við því að ekki einn einasti óákveðni kjósandi myndi kjósa frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem talaði um stolnar kosningar árið 2020. Það væri löngu liðin tíð. Í frétt Politico segir að bakhjarlarnir auðugu hafi ekki komið sér saman um framhaldið og hvern þeir geti stutt, annan en Trump.
Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28
DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21