Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla málsins sé lokið, þó að enginn sé sáttur við að þurfa að urða hræin. Verkefnið sé ekki búið en næstu dagar fari í að safna kröftum.

Þá sýnum við myndir frá æsilegu geimskoti SpaceX, sem var ákaft fagnað um heim allan þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í loft upp.

Við tökum einnig stöðuna á íbúum Árborgar sem eru allt annað en sáttir við skuldastöðu sveitarfélagsins og hvetja toppana hjá hinu opinbera að taka á sig frekari launaskerðingu. Þá verðum við í beinni með nýfæddum kiðlingum í húsdýragarðinum og sýnum frá hátíðarhöldum á sumardaginn fyrsta sem voru margvísleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×