Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 13:15 Teikning af Jack Teixeira í umdæmisdómi Boston í síðustu viku. Hann er sakaður um að hafa misfarið með leyniskjöl. AP/Margaret Small Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48