Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 19:01 Svava Ólafsdóttir tekur við orðu frá Erdogan Tyrklandsforseta. TCCB Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Svava Ólafsdóttir, björgunarsveitarkona, var hluti af ellefu manna hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem fóru út til Tyrklands í febrúar til að aðstoða við björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu þar yfir í febrúar. Þar af voru níu frá Landsbjörgum og tveir frá Landhelgisgæslunni. Fréttastofa náði tali af Svövu sem var stödd í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og ræddi við hana um athöfnina og tildrög hennar. Tyrkir vildu sýna þakklæti sitt „Það var athöfn í dag þar sem Tyrkir sýndu erlendum sveitum sem komu að björgunum í skjálftunum og sínum eigin björgunarsveitamönnum ákveðinn þakklætisvott,“ sagði Svava um athöfnina. Erdogan heldur ræðu á athöfninni.TCCB Hún segir athöfnina hafa verið haldna vegna ákveðinna kaflaskipta í viðbragðsaðgerðum Tyrkja þar sem þeir vildu loka málum tengdum jarðskjálftunum. Það væri þó enn mikið verk óunnið og margt uppbyggingarstarf eftir. „Það búa þrjár milljónir í gámahúsnæði og aðrir í tjöldum,“ sagði Svava um núverandi ástand í Tyrklandi. „Við fórum ellefu út í febrúar og ég var bara fulltrúi hópsins,“ sagði Svava og bætti við „þetta skiptir Tyrkina miklu máli, þess vegna mættum við.“ Maður sem festist í rústum hélt ræðu Á sjálfri athöfninni héldu ýmsir aðilar ræður, þar á meðal Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Süleyman Soylu innanríkisráðherra og aðilar sem tengdust jarðskjálftunum beint. „Það kom maður frá Hatay sem var fastur í rústunum í átta klukkutíma og sagði sína upplifun. Hann var fastur með fjölskyldu sinni og börnum og var bjargað,“ sagði Svava um ræðuhöldin. „Svo kom einn frá tyrknesku sveitunum, þær eru mjög öflugar hér, og sagði frá sinni upplifun af björgununum. Loks kom ungverskur björgunarsveitarmaður og hélt ræðu.“ Orða fyrir þá sem færðu fórnir í baráttu við jarðskjálftana Í tilkynningu á vefsíðu embættis Tyrklandsforseta er fjallað um athöfnina sem er titluð „Orðuveitingarathöfn ríkisorðu æðstu fórnar“. Þar er vitnað í ræðu Erdogan frá athöfninni þar sem hann sagði „Þið hafið gert okkur virkilega hamingjusöm með því að þiggja boð okkar. Ég vil þakka hverju og einu ykkar, sérstaklega erlendum gestum okkar.“ Þá greindi hann einnig frá tildrögum „Ríkisorðu æðstu fórnar“ sem er nýtilkomin orða hjá Tyrkjum. Markmiðið með veitingu orðunnar er að verðlauna þá „sem sýna fórn í baráttu við faraldra og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, gróðurelda og flóð“. Fjöldi manna tók við orðum á athöfninni í dag.TCCB Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 „Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48 Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Svava Ólafsdóttir, björgunarsveitarkona, var hluti af ellefu manna hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem fóru út til Tyrklands í febrúar til að aðstoða við björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu þar yfir í febrúar. Þar af voru níu frá Landsbjörgum og tveir frá Landhelgisgæslunni. Fréttastofa náði tali af Svövu sem var stödd í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og ræddi við hana um athöfnina og tildrög hennar. Tyrkir vildu sýna þakklæti sitt „Það var athöfn í dag þar sem Tyrkir sýndu erlendum sveitum sem komu að björgunum í skjálftunum og sínum eigin björgunarsveitamönnum ákveðinn þakklætisvott,“ sagði Svava um athöfnina. Erdogan heldur ræðu á athöfninni.TCCB Hún segir athöfnina hafa verið haldna vegna ákveðinna kaflaskipta í viðbragðsaðgerðum Tyrkja þar sem þeir vildu loka málum tengdum jarðskjálftunum. Það væri þó enn mikið verk óunnið og margt uppbyggingarstarf eftir. „Það búa þrjár milljónir í gámahúsnæði og aðrir í tjöldum,“ sagði Svava um núverandi ástand í Tyrklandi. „Við fórum ellefu út í febrúar og ég var bara fulltrúi hópsins,“ sagði Svava og bætti við „þetta skiptir Tyrkina miklu máli, þess vegna mættum við.“ Maður sem festist í rústum hélt ræðu Á sjálfri athöfninni héldu ýmsir aðilar ræður, þar á meðal Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Süleyman Soylu innanríkisráðherra og aðilar sem tengdust jarðskjálftunum beint. „Það kom maður frá Hatay sem var fastur í rústunum í átta klukkutíma og sagði sína upplifun. Hann var fastur með fjölskyldu sinni og börnum og var bjargað,“ sagði Svava um ræðuhöldin. „Svo kom einn frá tyrknesku sveitunum, þær eru mjög öflugar hér, og sagði frá sinni upplifun af björgununum. Loks kom ungverskur björgunarsveitarmaður og hélt ræðu.“ Orða fyrir þá sem færðu fórnir í baráttu við jarðskjálftana Í tilkynningu á vefsíðu embættis Tyrklandsforseta er fjallað um athöfnina sem er titluð „Orðuveitingarathöfn ríkisorðu æðstu fórnar“. Þar er vitnað í ræðu Erdogan frá athöfninni þar sem hann sagði „Þið hafið gert okkur virkilega hamingjusöm með því að þiggja boð okkar. Ég vil þakka hverju og einu ykkar, sérstaklega erlendum gestum okkar.“ Þá greindi hann einnig frá tildrögum „Ríkisorðu æðstu fórnar“ sem er nýtilkomin orða hjá Tyrkjum. Markmiðið með veitingu orðunnar er að verðlauna þá „sem sýna fórn í baráttu við faraldra og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, gróðurelda og flóð“. Fjöldi manna tók við orðum á athöfninni í dag.TCCB
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 „Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48 Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05
„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48
Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31