Fótbolti

Messi rýfur þögnina og biðst af­sökunar

Aron Guðmundsson skrifar
Lionel Messi fór í leyfisleysi til Sádí-Arabíu.
Lionel Messi fór í leyfisleysi til Sádí-Arabíu. getty/Sebastian Frej

Argentínski knatt­spyrnu­maðurinn Lionel Messi, leik­maður Paris Saint-Germain í Frakk­landi hefur sent frá sér yfir­lýsingu þar sem að hann biður liðs­fé­laga sína sem og stuðnings­menn fé­lagsins af­sökunar.

Messi hefur verið settur í tveggja vikna bann hjá Paris Saint-Germain eftir að hann mætti ekki til æfinga daginn eftir tap liðsins gegn Lorient í frönsku úr­vals­deildinni.

Argentínska knatt­spyrnu­goð­sögnin hélt til Sádi-Arabíu eftir leik og í yfir­lýsingu, sem er í formi mynd­bands, segist hann bíða eftir því hvað næstu skref feli í sér hjá fé­laginu, hann hafi haldið að frí væri frá æfingum þennan um­rædda dag.

„Eins og hafði alltaf verið raunin,“segir Messi í yfir­lýsingunni. „Ég var búinn að skipu­leggja þessa ferð og gat ekki hætt við hana, ég hafði fyrir þetta þurft að fresta henni einu sinni.

Ég bið liðs­fé­laga mína af­sökunar og bíð nú eftir því að sjá hvað fé­lagið vill gera við mig.“

Talið er næsta víst að Messi muni yfir­gefa her­búðir Paris Saint-Germain eftir yfir­standandi tíma­bil en hann gekk í raðir fé­lagsins sumarið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×