Kryddhúsið minnkar kolefnisspor með nýjum umbúðum Kryddhúsið 15. maí 2023 09:16 „Við fengum KIWI auglýsingastofu til að hanna með okkur umbúðirnar en við lögðum áherslu á notagildi ásamt smekklegu útliti,“ segir Ólöf. Nýju pappaöskjurnar eru framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Kryddhúsið hefur sagt skilið við plaststauka og ál í öllum umbúðum kryddlínunnar. Ýmsar spennandi nýjungar eru einnig væntanlegar frá Kryddhúsinu. Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda og framkvæmdastjóri segir stefnu Kryddhússins að starfa í sátt við umhverfið. „Umbúðamál hafa alltaf verið okkur hugleikin og við viljum starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og okkur er kostur. Þegar við byrjuðum árið 2015 vildum við hafa kryddið í léttum umbúðum enda kolefnissporið stórt þegar flytja skal umbúðir yfir hafið. Niðurstaðan varð plaststaukar úr PET með álloki. Nú höfum við tekið skrefið alla leið og pökkum kryddinu í umbúðir úr pappa og filmu. Filman er nauðsynleg þar sem annars myndu náttúrulegar olíur í kryddinu smitast út í pappann en ég tel umbúðirnar vera eins umhverfisvænar og hugsast getur undir krydd,“ segir Ólöf. Pappaöskjurnar eru framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Pappinn er umhverfisvottaður og kemur frá nytjaskógum á Norðurlöndunum. Litirnir sem notaðir eru í prentunina á pappaöskjunum eru unnir úr jurtaolíum og því vistvænni en ella. Hannað út frá notagildi „Við fengum KIWI auglýsingastofu til að hanna með okkur umbúðirnar en við lögðum áherslu á notagildi ásamt smekklegu útliti,“ segir Ólöf. „Það var skilyrði að umbúðirnar kæmust í þessa týpísku kryddskúffu sem prýða mörg heimili og að þær væru auðlesanlegar. Það er líka þægilegt að stafla þeim upp og hafa upp á hillu eða á borði. Við kusum að hafa letrið utan á umbúðunum stórt þannig að auðvelt væri að finna kryddið og að heitið á kryddinu væri einnig á lokinu þannig að þegar fólk er að elda er þægilegt að grípa í rétta kryddið hvort sem kryddið er í skúffu eða upp á hillu. Eins eru umbúðirnar einfaldar í notkun, bara klippa á filmuna og strá kryddinu á hráefnið eða í réttinn. Eftir notkun er auðvelt að rúlla filmunni upp til að loftþétta kryddið svo það haldist ferskt og ljúffengt og setja það aftur í pappaöskjuna.“ Umbúðirnar passa vel í kryddskúffuna Sami litakóði er á umbúðunum eins og áður sem einfaldar enn frekar valið á kryddi hverju sinni: Rauðar umbúðir = krydd fyrir kjöt Gular umbúðir = heil og möluð krydd Bláar umbúðir = krydd fyrir fisk og sjávarfang Grænar umbúðir = allt annað sem fellur ekki í hina flokkana hér að ofan eins og grænmeti, ídýfur ofl. Umbúðirnar eru einfaldar í flokkun og það fer litið fyrir þeim. Pappaaskjan fer í pappatunnuna sem er fyrir utan flest ef ekki öll heimili og filman flokkast með plasti. „Við flokkum sjálf allt sorp sem fer frá fyrirtækinu okkar og höfum alltaf gert og mig langar til að hvetja alla til að flokka og vera meira meðvituð um umbúðir og umhverfið. Þannig byggjum við betri heim og framtíð fyrir börnin okkar á þessari jörðu,“ segir Ólöf. Kryddhúsið bíður upp á frábært úrval af kryddi „Öll vörulínan okkar er Vegan, náttúruleg og ómeðhöndluð, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs (efni sem kemur í veg fyrir að kryddið hlaupi í kekki) og yfirleitt án salts en í þeim fáu kryddblöndum sem við notum salt í er það einungis sjávarsalt. Svo erum við stöðugt í þróunarstarfi að skoða krydd og blanda nýjar kryddblöndur,“ segir Ólöf. Spennandi nýjungar „Við erum byrjuð að framleiða blautmarineringar. Okkar marineringar gefa tært og dásamlegt bragð þar sem hugmyndin er að að færa okkur nær upprunanum og leyfa hráefninu að njóta sín heldur en að drekkja því í óþverra sem oft á tíðum er ekki góður fyrir heilsuna,“ útskýrir Ólöf. „ Við notum einungis sjávarsalt í marineringarnar og við höfum verið í þróunarstarfi síðustu þrjú árin með frábæru fólki hjá m.a. ORA en þau framleiða marineringarnar fyrir okkur. Það var hausverkur að finna flotta áferð og gott bragð án þess að nota algeng aukaefni en það tókst. Þessar marineringar eru í boði fyrir stórframleiðendur, iðnaðareldhús og matsölustaði eins og er en fara hugsanlega á smásölumarkað í framtíðinni. Kryddin í gjafaumbúðum eru flott gjöf til að grípa með í matarboðið. Hægt er að fá krydd hjá okkur í smekklegri pappaöskju en það er sniðug og nytsöm gjöf fyrir þá sem eiga allt og tilvalið að taka svoleiðis með í matarboðið eða innfluttningspartýið. Svoleiðis gjöf fæst í vefversluninni á kryddhus.is,“ segir Ólöf. Kryddhús kryddið fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, í Fjarðarkaup og á vefverslun okkar á kryddhus.is. Matur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Umbúðamál hafa alltaf verið okkur hugleikin og við viljum starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og okkur er kostur. Þegar við byrjuðum árið 2015 vildum við hafa kryddið í léttum umbúðum enda kolefnissporið stórt þegar flytja skal umbúðir yfir hafið. Niðurstaðan varð plaststaukar úr PET með álloki. Nú höfum við tekið skrefið alla leið og pökkum kryddinu í umbúðir úr pappa og filmu. Filman er nauðsynleg þar sem annars myndu náttúrulegar olíur í kryddinu smitast út í pappann en ég tel umbúðirnar vera eins umhverfisvænar og hugsast getur undir krydd,“ segir Ólöf. Pappaöskjurnar eru framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Pappinn er umhverfisvottaður og kemur frá nytjaskógum á Norðurlöndunum. Litirnir sem notaðir eru í prentunina á pappaöskjunum eru unnir úr jurtaolíum og því vistvænni en ella. Hannað út frá notagildi „Við fengum KIWI auglýsingastofu til að hanna með okkur umbúðirnar en við lögðum áherslu á notagildi ásamt smekklegu útliti,“ segir Ólöf. „Það var skilyrði að umbúðirnar kæmust í þessa týpísku kryddskúffu sem prýða mörg heimili og að þær væru auðlesanlegar. Það er líka þægilegt að stafla þeim upp og hafa upp á hillu eða á borði. Við kusum að hafa letrið utan á umbúðunum stórt þannig að auðvelt væri að finna kryddið og að heitið á kryddinu væri einnig á lokinu þannig að þegar fólk er að elda er þægilegt að grípa í rétta kryddið hvort sem kryddið er í skúffu eða upp á hillu. Eins eru umbúðirnar einfaldar í notkun, bara klippa á filmuna og strá kryddinu á hráefnið eða í réttinn. Eftir notkun er auðvelt að rúlla filmunni upp til að loftþétta kryddið svo það haldist ferskt og ljúffengt og setja það aftur í pappaöskjuna.“ Umbúðirnar passa vel í kryddskúffuna Sami litakóði er á umbúðunum eins og áður sem einfaldar enn frekar valið á kryddi hverju sinni: Rauðar umbúðir = krydd fyrir kjöt Gular umbúðir = heil og möluð krydd Bláar umbúðir = krydd fyrir fisk og sjávarfang Grænar umbúðir = allt annað sem fellur ekki í hina flokkana hér að ofan eins og grænmeti, ídýfur ofl. Umbúðirnar eru einfaldar í flokkun og það fer litið fyrir þeim. Pappaaskjan fer í pappatunnuna sem er fyrir utan flest ef ekki öll heimili og filman flokkast með plasti. „Við flokkum sjálf allt sorp sem fer frá fyrirtækinu okkar og höfum alltaf gert og mig langar til að hvetja alla til að flokka og vera meira meðvituð um umbúðir og umhverfið. Þannig byggjum við betri heim og framtíð fyrir börnin okkar á þessari jörðu,“ segir Ólöf. Kryddhúsið bíður upp á frábært úrval af kryddi „Öll vörulínan okkar er Vegan, náttúruleg og ómeðhöndluð, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs (efni sem kemur í veg fyrir að kryddið hlaupi í kekki) og yfirleitt án salts en í þeim fáu kryddblöndum sem við notum salt í er það einungis sjávarsalt. Svo erum við stöðugt í þróunarstarfi að skoða krydd og blanda nýjar kryddblöndur,“ segir Ólöf. Spennandi nýjungar „Við erum byrjuð að framleiða blautmarineringar. Okkar marineringar gefa tært og dásamlegt bragð þar sem hugmyndin er að að færa okkur nær upprunanum og leyfa hráefninu að njóta sín heldur en að drekkja því í óþverra sem oft á tíðum er ekki góður fyrir heilsuna,“ útskýrir Ólöf. „ Við notum einungis sjávarsalt í marineringarnar og við höfum verið í þróunarstarfi síðustu þrjú árin með frábæru fólki hjá m.a. ORA en þau framleiða marineringarnar fyrir okkur. Það var hausverkur að finna flotta áferð og gott bragð án þess að nota algeng aukaefni en það tókst. Þessar marineringar eru í boði fyrir stórframleiðendur, iðnaðareldhús og matsölustaði eins og er en fara hugsanlega á smásölumarkað í framtíðinni. Kryddin í gjafaumbúðum eru flott gjöf til að grípa með í matarboðið. Hægt er að fá krydd hjá okkur í smekklegri pappaöskju en það er sniðug og nytsöm gjöf fyrir þá sem eiga allt og tilvalið að taka svoleiðis með í matarboðið eða innfluttningspartýið. Svoleiðis gjöf fæst í vefversluninni á kryddhus.is,“ segir Ólöf. Kryddhús kryddið fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, í Fjarðarkaup og á vefverslun okkar á kryddhus.is.
Kryddhús kryddið fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, í Fjarðarkaup og á vefverslun okkar á kryddhus.is.
Matur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira