Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 10:55 Áhorfendur í þingsal í Raleigh í Norður-Karólínu í gær. Á svölunum voru bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins. AP/Chris Seward Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56