Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 16:27 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær. AP/Alex Brandon Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Repúblikanar, sem fara með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa reynt að nota skuldaþaksvandann til að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Dagsetningar sem hafa verið nefndar í samhengi eru 1. júní og allt til 9. júní. Báðir flokkar bera ábyrgð á skuldasöfnun sem hefur átt sér stað um árabil. Sjá einnig: Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Verði þakið ekki hækkað verða Bandaríkin formlega greiðsluþrota í fyrsta sinn. Það hefur nokkrum sinnum gerst að rekstur alríkisins hafi verið stöðvaður um tíma en það gerðist til að mynda í forsetatíð Donalds Trump, en greiðsluþrot yrði mun alvarlega. Án þess að þakið yrði hækkað gætu Bandaríkin ekki greitt af öllum skuldum sínum. Mikil óvissa ríkir um hvaða afleiðingar slíkt myndi hafa en flestir eru sammála um að þær yrðu slæmar. Enn sem komið er hefur deilan um skuldaþakið ekki haft mikið áhrif á verðbréfamarkaði vestanhafs en áhyggjur af stöðunni hafa þó aukist.AP/Richard Drew Janet Yellen, fjármálaráðherra, og margir hagfræðingar hafa til að mynda sagt að þær yrðu hörmulegar og áhrifin myndu finnast víða. Milljónir fjölskyldna myndu finna fyrir þeim. Vilja draga verulega úr fjárútlátum Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji að dregið verði úr fjárútlátum hins opinbera til heilbrigðismála, menntunar, vísinda og gera fólki erfiðara að fá mataraðstoð og annars konar aðstoð frá ríkinu, svo eitthvað sé nefnt, í skiptum fyrir það að þeir hækki skuldaþakið. Joe Biden hefur sagt að hann vilji bæta fjármál Bandaríkjanna með því að loka á undanþágur í skattalögum og hækka skatta á efnaða Bandaríkjamenn. Þá hefur Biden lagt til bann við því að útgjöld verði hækkuð næsta árið. McCarthy segir það ekki koma til greina. Þess í stað segir hann nauðsynlegt að draga úr fjárútlátum. McCarthy sagði í gær að hann og Biden myndu líklega funda á hverjum degi þar til þeir komist að samkomulagi. Biden sagði að þeir hefðu báðir verið sammála um að greiðsluþrot kæmi ekki til greina, samkvæmt frétt Washington Post. Miðillinn segir að sambærilegt ástand hafi myndast árið 2011, milli Baracks Obama og Repúblikana, sem stjórnuðu þá fulltrúadeildinni. Það leiddi til þess að Standard and Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Bandaríkjanna sem talið er hafa kostað skattgreiðendur rúman milljarð dala í hærri lántökukostnaði. Engir góðir kostir fyrir Biden Í greiningu Wall Street Journal segir að Biden standi ekki frammi fyrir neinum góðum kostum. Endi deilurnar með greiðsluþroti gæti það haft mjög svo slæmar afleiðingar fyrir Bandaríkin og heiminn allan. Það kæmi sömuleiðis niður á möguleikum Biden á endurkjöri. Láti hann um of eftir McCarthy bíður hann upp á mótbárur úr Demókrataflokknum sem hafa gagnrýnt Biden fyrir það að ræða við McCarthy. Forsetinn hafði áður sagt að ekki kæmi til greina að eiga í viðræðum um skuldaþakið heldur ættu þingmenn að hækka þakið, eins og þeir hafa alltaf gert. Stór hópur þingmanna Demókrataflokksins sendi Biden bréf í síðustu viku þar sem þau lögðu til að hann hætti viðræðum við Repúblikana. Ekki væri hægt að leyfa þeim að komast upp með að halda bandaríska ríkinu í gíslingu. Hugmyndir um að fara framhjá þinginu og halda áfram að taka lán til að fjármagna ríkisreksturinn, hafa litið dagsins ljós en þær fela í sér mikla óvissu og mögulega hættu. McCarthy gæti einnig verið kennt um þau efnahagsvandræði sem fylgja myndu greiðsluþroti, svo hann þykir líklegri en ekki til að vilja samkomulag. Sjá einnig: McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir McCarthy nær líklega fram einhverjum kröfum sínum en ólíklegt er að það verði nóg til að kveða niður óánægjuraddir hans öfgamestu þingmanna. Þegar hann varð þingforseti þurfti hann að breyta reglunum á þann veg að einungis einn þingmann þarf til að kjósa um vantrauststillögu gegn sitjandi þingforseta. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. 19. maí 2023 09:00 Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Bandaríska alríkisstjórnin gæti lent í greiðsluþroti strax um mánaðamótin samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkisins í tæka tíð, að sögn Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Repúblikanar krefjast mikils niðurskurðar gegn því að þeir samþykki það. 2. maí 2023 11:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Repúblikanar, sem fara með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa reynt að nota skuldaþaksvandann til að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Dagsetningar sem hafa verið nefndar í samhengi eru 1. júní og allt til 9. júní. Báðir flokkar bera ábyrgð á skuldasöfnun sem hefur átt sér stað um árabil. Sjá einnig: Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Verði þakið ekki hækkað verða Bandaríkin formlega greiðsluþrota í fyrsta sinn. Það hefur nokkrum sinnum gerst að rekstur alríkisins hafi verið stöðvaður um tíma en það gerðist til að mynda í forsetatíð Donalds Trump, en greiðsluþrot yrði mun alvarlega. Án þess að þakið yrði hækkað gætu Bandaríkin ekki greitt af öllum skuldum sínum. Mikil óvissa ríkir um hvaða afleiðingar slíkt myndi hafa en flestir eru sammála um að þær yrðu slæmar. Enn sem komið er hefur deilan um skuldaþakið ekki haft mikið áhrif á verðbréfamarkaði vestanhafs en áhyggjur af stöðunni hafa þó aukist.AP/Richard Drew Janet Yellen, fjármálaráðherra, og margir hagfræðingar hafa til að mynda sagt að þær yrðu hörmulegar og áhrifin myndu finnast víða. Milljónir fjölskyldna myndu finna fyrir þeim. Vilja draga verulega úr fjárútlátum Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji að dregið verði úr fjárútlátum hins opinbera til heilbrigðismála, menntunar, vísinda og gera fólki erfiðara að fá mataraðstoð og annars konar aðstoð frá ríkinu, svo eitthvað sé nefnt, í skiptum fyrir það að þeir hækki skuldaþakið. Joe Biden hefur sagt að hann vilji bæta fjármál Bandaríkjanna með því að loka á undanþágur í skattalögum og hækka skatta á efnaða Bandaríkjamenn. Þá hefur Biden lagt til bann við því að útgjöld verði hækkuð næsta árið. McCarthy segir það ekki koma til greina. Þess í stað segir hann nauðsynlegt að draga úr fjárútlátum. McCarthy sagði í gær að hann og Biden myndu líklega funda á hverjum degi þar til þeir komist að samkomulagi. Biden sagði að þeir hefðu báðir verið sammála um að greiðsluþrot kæmi ekki til greina, samkvæmt frétt Washington Post. Miðillinn segir að sambærilegt ástand hafi myndast árið 2011, milli Baracks Obama og Repúblikana, sem stjórnuðu þá fulltrúadeildinni. Það leiddi til þess að Standard and Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Bandaríkjanna sem talið er hafa kostað skattgreiðendur rúman milljarð dala í hærri lántökukostnaði. Engir góðir kostir fyrir Biden Í greiningu Wall Street Journal segir að Biden standi ekki frammi fyrir neinum góðum kostum. Endi deilurnar með greiðsluþroti gæti það haft mjög svo slæmar afleiðingar fyrir Bandaríkin og heiminn allan. Það kæmi sömuleiðis niður á möguleikum Biden á endurkjöri. Láti hann um of eftir McCarthy bíður hann upp á mótbárur úr Demókrataflokknum sem hafa gagnrýnt Biden fyrir það að ræða við McCarthy. Forsetinn hafði áður sagt að ekki kæmi til greina að eiga í viðræðum um skuldaþakið heldur ættu þingmenn að hækka þakið, eins og þeir hafa alltaf gert. Stór hópur þingmanna Demókrataflokksins sendi Biden bréf í síðustu viku þar sem þau lögðu til að hann hætti viðræðum við Repúblikana. Ekki væri hægt að leyfa þeim að komast upp með að halda bandaríska ríkinu í gíslingu. Hugmyndir um að fara framhjá þinginu og halda áfram að taka lán til að fjármagna ríkisreksturinn, hafa litið dagsins ljós en þær fela í sér mikla óvissu og mögulega hættu. McCarthy gæti einnig verið kennt um þau efnahagsvandræði sem fylgja myndu greiðsluþroti, svo hann þykir líklegri en ekki til að vilja samkomulag. Sjá einnig: McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir McCarthy nær líklega fram einhverjum kröfum sínum en ólíklegt er að það verði nóg til að kveða niður óánægjuraddir hans öfgamestu þingmanna. Þegar hann varð þingforseti þurfti hann að breyta reglunum á þann veg að einungis einn þingmann þarf til að kjósa um vantrauststillögu gegn sitjandi þingforseta.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. 19. maí 2023 09:00 Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Bandaríska alríkisstjórnin gæti lent í greiðsluþroti strax um mánaðamótin samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkisins í tæka tíð, að sögn Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Repúblikanar krefjast mikils niðurskurðar gegn því að þeir samþykki það. 2. maí 2023 11:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59
DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. 19. maí 2023 09:00
Stefnir í greiðsluþrot í júní verði skuldaþakið ekki hækkað Bandaríska alríkisstjórnin gæti lent í greiðsluþroti strax um mánaðamótin samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkisins í tæka tíð, að sögn Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Repúblikanar krefjast mikils niðurskurðar gegn því að þeir samþykki það. 2. maí 2023 11:03