Innlent

Eldur kom upp í mót­töku- og flokkunar­stöð Sorpu í Gufu­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá stöð Sorpu í Gufunesi. Myndin er úr safni.
Frá stöð Sorpu í Gufunesi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi skömmu fyrir klukkan níu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru allar stöðvar sendar á vettvang en meirihluti þeirra afturkallaðar eftir að upplýsingar bárust um að starfsmönnum Sorpu hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins.

„Það mættu tvær stöðvar á staðinn til að meta aðstæður enda mikill eldsmatur á staðnum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×