Fótbolti

Al­freð í „skammar­króknum“ en Freyr er með plan A, B og C til reiðu

Aron Guðmundsson skrifar
Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images)
Nykobing FC vs Lyngby Boldklub - Danish Nordicbet Liga NYKOBING, DENMARK - MAY 23: Freyr Alexandersson, head coach of Lyngby Boldklub during the Danish Nordicbet Liga match between Nykobing FC and Lyngby Boldklub at Lolland Banks Park on May 23, 2022 in Nykbing, Denmark. (Photo by Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images)

Al­freð Finn­boga­son verður fjarri góðu gamni í dag er hann tekur út leik­bann í gífur­lega mikil­vægum leik Lyng­by gegn AaB. Sæ­var Atli Magnús­son snýr hins vegar aftur í lið Lyng­by og Freyr Alexanders­son, þjálfari liðsins segist vera klár með plan A, B og C.

Það er alveg ljóst að barist verður til síðasta blóð­dropa í viður­eign Lyng­by gegn AaB í dönsku úr­vals­deildinni á eftir.

Liðin eru bæði bullandi fall­bar­áttu þegar að­eins tvær um­ferðir eru eftir. Lyng­by situr í neðsta sæti deildarinnar með 24 stig en getur með sigri í dag jafnað AaB, sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum.

Á heima­síðu Lyng­by var leik­manna­hópur liðsins opin­beraður fyrir leik dagsins sem hefst klukkan 12:00 að ís­lenskum tíma. Þar segir að Al­freð Finn­boga­son sé í „skammar­króknum“ en hann tekur út leik­bann eftir að hafa verið rekinn af velli í síðasta leik Lyng­by.

Alfreð Finnbogason í leik með LyngbyVísir/Getty

Hins vegar eru einnig góðar fréttir fyrir Lyng­by. Þær felast í því að Sæ­var Atli Magnús­son hefur tekið út sitt leik­bann og er hann í byrjunarliði Lyngby gegn AaB auk Kolbeins Finnssonar.

„Úrslitaleikir helgi eftir helgi“

Lyng­by er ný­liði í dönsku úr­vals­deildinni og á enn séns á að halda sæti sínu í henni. Freyr Alexanders­son, þjálfari liðsins, segir í við­tali sem birtist á heima­síðu fé­lagsins að and­rúms­loftið sé það sama og fyrir ári síðan þegar að fé­lagið tryggði sig upp í dönsku úr­vals­deildina.

„Það eru bara úr­slita­leikir helgi eftir helgi og það er eitt­hvað sem við tökum fagnandi,“ segir Freyr. „Það er í þannig um­hverfi sem fólk sýnir sitt besta. Auð­vitað eru þetta erfiðar að­stæður en við verðum að muna eftir því fyrir hverju við erum að berjast.“

Freyr er við­búinn öllu í leik dagsins.

„Við viljum enda þetta á góðu nótunum hér á heima­velli og ég er af­skap­lega stoltur af því að okkur hefur tekist að búa til heima­völl sem and­stæðingar okkar hlakka ekki til að spila á.

Úr leiik Lyngby á tímabilinuVísir/Getty

Það hefur hentað okkur að byrja leikina af miklum krafti, sér í lagi á heima­velli, og auð­vitað er það mögu­leiki hjá okkur í dag.

And­stæðingur okkar er hins vegar sterkur en þetta veltur allt á því hvernig leikurinn þróast. Ég er klár með plan A, B og C. Sama hvað gerist þá bara verðum við að sækja þrjú stig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×