Síðustu misserin hefur áhorfendum á knattspyrnuleikjum kvenna fjölgað svo um munar. Fjórir af fimm fjölmenntustu leikjum sögunnar voru spilaðir á síðustu tveimur árum.
Vefsíðan Soccerdonna, sem einblínir á fréttir um knattspyrnu kvenna, birtir áhugaverða tölfræði á Twitter-síðu sinni í dag.
The attendance at women s football games has been incredible this season .
— Soccerdonna (@soccerdonna) June 7, 2023
Look at those increases!#FAWSL #DieLiga #LigaF #d1arkema pic.twitter.com/AuedHxY28r
Þar kemur fram að áhorfendum hafi fjölgað um 233% á Englandi frá því á síðasta tímabili og enn meiri fjölgun varð í Þýskalandi þar sem fjórar íslenskar landsliðskonur leika.
Heildarfjöldi áhorfenda var 101.071 í Þýskalandi á síðustu leiktíð en 359.029 á nýliðnu tímabili. Í Frakklandi fjölgaði áhorfendum einnig umtalsvert.
Svo virðist sem knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, nái ekki alveg að fylgja þróuninni eftir því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í Eindhoven sem tekur aðeins 35.292 áhorfendur. Líklegt má telja að hægt hefði verið að selja mun fleiri miða á stærri velli.