ÍA heimsótti Ægi í Þorlákshöfn á föstudagskvöld í Lengjudeildinni. Daníel Ingi, sem er aðeins 16 ára og 67 daga gamall, var í byrjunarliði Skagamanna. Gerði hann sér lítið fyrir og skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Markið má sjá hér að neðan.
Daniel Ingi Jóhannesson varð í gær sá yngsti (16 ára og 67 daga gamall) til að skora deildarmark fyrir ÍA og bætti þar með 34 ára gamalt met Arnars Gunnlaugssonar um mánuð.
— ÍATV (@ia_sjonvarp) June 10, 2023
Daniel Ingi er nú bæði orðinn sá yngsti til leika og skora fyrir ÍA.#fotboltinet pic.twitter.com/ppXpZDjdMn
Yngsti markaskorari í sögu ÍA þangað til í gær var Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi markamaskína og núverandi þjálfari bikarmeistara Víkings.
Daníel Ingi á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Bróðir hans er svo landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar.
Daníel Ingi mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum þar sem hann er á leið til Nordsjælland í Danmörku í sumar.
ÍA er í 6. sæti Lengjudeildar með átta stig að loknum sex umferðum.