Erlent

Segja að Rússar hafi sprengt aðra stíflu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarsveitir koma almennum borgara til bjargar eftir að rússneskir hermenn skutu á hann þar sem hann var að reyna að flýja flóðasvæðin í Kherson þar sem Dnipro áin flæðir nú yfir bakka sína. Nú eru Rússar sagðir hafa sprengt aðra stíflu í Úkraínu. 
Björgunarsveitir koma almennum borgara til bjargar eftir að rússneskir hermenn skutu á hann þar sem hann var að reyna að flýja flóðasvæðin í Kherson þar sem Dnipro áin flæðir nú yfir bakka sína. Nú eru Rússar sagðir hafa sprengt aðra stíflu í Úkraínu.  AP Photo

Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt aðra stíflu í landinu, í þetta sinn í Zaporizhzhia héraði.

Valeriy Shersen talsmaður hersins segir að Rússar hafi sprengt upp stíflu sem er í nágrenni þorpsins Novodarivka og að rof hennar hafi orsakað flóð á báðum bökkum Mokri Yali árinnar.

Shersen segir að Rússar sprengi stíflurnar til að reyna að hefta framgang úkraínska hersins en Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sagði um helgina að gagnsókn hans manna væri nú hafin fyrir alvöru.

Úkraínumenn segja að þrjú þorp hafi nú verið frelsuð úr höndum Rússa í Donetsk héraði. Myndbönd sýna Úkraínumenn fagna sigrum í þorpunum þremur en yfirvöld í Moskvu hafa ekki tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir

Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin

Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×