Innlent

Líkur á mun kröftugra gosi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Keilir séður úr austri. Fagradalsfjall til vinstri. Hægra megin sést í byggðina á Suðurnesjum. Töluverðar líkur eru að það fari að gjósa á svæðinu á næstu dögum, eða jafnvel klukkutímum.
Keilir séður úr austri. Fagradalsfjall til vinstri. Hægra megin sést í byggðina á Suðurnesjum. Töluverðar líkur eru að það fari að gjósa á svæðinu á næstu dögum, eða jafnvel klukkutímum. RAX

Kvikuinnflæði í innskot milli Fagradalsfjalls og Keilis er 88 rúmmetrar á sekúndu. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur segir um töluverðan hraða að ræða og meiri en í fyrri gosum á Reykjanesi. 

Til samanburðar var innflæðið í gosinu í Fagradal árið 2021 49 rúmmetrar á sekúndu og í gosinu í Meradölum árið 2022 34 rúmmetrar á sekúndu. Kvikan sem reynir að troða sér upp er því töluvert kröftugri en í síðustu gosum.

„Það eru því allar líkur á að þetta verði töluvert kröftugra gos, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við fréttastofu.

„Svo veit maður ekkert hvort það deyji út fljótt eða hvernig það er,“ segir hún. „Þetta gæti allt eins gerst á næstu dögum eða klukkustundum, þannig við erum bara að fylgjast vel með.“

Það dró lítillega úr jarðskjálftavirkni á svæðinu í nótt en aðeins einn skjálfti mældist yfir þremur að stærð. Óvissustig er enn í gildi og enn er varað við grjóthruni vegna jarðskjálfta.

Sjá má beina útsendingu af Fagradalsfjalli í spilaranum að neðan. 


Tengdar fréttir

Gæti gosið hvenær sem er

Um 6.500 jarðskjálftar hafa nú mælst á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis frá því að yfirstandandi hrina hófst. Fimmtán skjálftar voru yfir fjórir að stærð og tugir yfir þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×