Fótbolti

Rúnar Þór og Alex Þór spiluðu í sigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði í bakvarðarstöðunni hjá Öster í kvöld. 
Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði í bakvarðarstöðunni hjá Öster í kvöld.  vísir/Diego

Rúnar Þór Sigurgeirsson og Alex Þór Hauksson léku báðir með Öster þegar liðið bar sigur úr býtum, 2-1, í leik sínum við Skövde AIK í sænsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Rúnar Þór spilaði fyrstu 75 mínúturnar í vinstri bakverðinum en Alex Þór kom inná miðsvæðið síðustu 10 mínúturnar rúmar og aðstoðaði við að sigla sigrinum í höfn. 

Öster komst upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 23 stig eftir 14 leiki og er einu stig á eftir GAIS sem er sæti ofar. 

Þriðja sætið í deildinni veit þátttökurétt í umspili um laust sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. Öster er svo fjórum stigum frá öðru sætinu en tvö efstu liðin fara beint upp  um deild. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×