Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:17 Ármann Höskuldsson er eldfjallafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42