Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2023 15:59 Ungmennin voru á Íslenska rokkbarnum í Hólshrauni þar sem pólski karlmaðurinn var líka gestur. Árásin átti sér stað á þeim hluta bílastæðis Fjarðarkaupa sem sést á myndinni. Vísir/Vilhelm Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. Þetta kemur fram í ákæru á hendur ungu mönnunum þremur og ungu konunnar sem þingfest var við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Jónas Jóhannsson héraðsdómari hefur ákveðið að þinghald í málinu verði lokað. Í skriflegu svari til fréttastofu vísar hann til ungs aldurs þriggja sakborninga og kröfu foreldra þeirra og verjenda um lokað þinghald. Þrjú hinna ákærðu eru undir lögaldri en einn eldri, nítján ára. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um afstöðu ákærðu til sakarefnisins við þingfestinguna í dag. Einkakröfur fyrir hönd móður og dóttur hins látna, pólsks karlmanns á þrítugsaldri, hljóða upp á fimm milljónir króna í hvoru tilfelli fyrir sig. Lýsingar á því sem á gekk er að finna í ákæru og má lesa hér að neðan. Lesendur eru varaðir við því sem þar kemur fram. Spörk og stungur Tveir karlmannanna sem eru ákærðir eru rétt undir lögaldri, sem er átján ár á Íslandi, og einn nítján ára. Þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu veist að karlmanninum með ofbeldi og svipt hann lífi á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Eru þeir sagðir hafa umkringt manninn og sá elsti hafi hrint honum í jörðina. Í framhaldinu hafi annar hinna yngri sparkað í maga hans þar sem hann lá og sá elsti hótað að stinga hann með hnífi í hálsinn. Hann hafi því næst stappað á manninum og sparkað í höfuð hans. Þegar pólski maðurinn náði að standa upp hafi þeir þrír aftur veist að honum. Sá elsti fellt hann í jörðina og stungið ítrekað með hníf í búkinn. Sá af þeim yngri sem hafði haft sig meira í frammi hafi sparkað ítrekað í búk hans og sá þriðji reynt að sparka í höfuð hans en spark hans geigaði. Stunginn ítrekað varnarlaus Aftur hafi karlmaðurinn náð að standa upp en þá hafi annar þeirra yngri sparkað í maga hans og þeir þrír tekið hann aftur niður í jörðina. Í ákæru segir að þeir hafi allir þrír sparkað ítrekað í höfuð hans og búk. Sá elsti hafi stungið hann ítrekað með hnífi í búkinn þar sem hann lá varnarlaus eftir spörk þeirra. Karlmaðurinn lést stuttu síðar á vettvangi árásarinnar. Hann hlaut sex stungusár, fjögur í bak, eitt ofarlega í vinstri upphandlegg og eitt fyrir neðan vinstra brjóst sem náði inn í hjarta og skaðaði yfirborðsbláæð og kransæð á aftanverðu hjartanu. Þá hlaut hann áverka í andliti og á höfði, hnjám og höndum. Á úlpu hans var að finna tíu göt sem báru þess merki að vera eftir stungur með eggvopni. Myndaði atlöguna og hljóp á brott Unga konan, sem er rétt undir lögaldri, er ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið pólska karlmanninum til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Pólski maðurinn átti móður og barn í heimalandi sínu. Fyrir hönd móðurinnar er gerð einkaréttarkrafa upp á fimm milljónir króna auk vaxta. Einnig að útfararkostnaður upp á tæplega 400 þúsund krónur fáist endurgreiddur. Einnig er gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd ólögráða dóttur þeirra upp á fimm milljónir króna. Jónas Jóhannsson héraðsdómari segir að enn sé beðið ákveðinna gagna í málinu. Þá hafi reynst erfitt að ná öllum verjendum og saksóknara saman fyrr en í haust. Aðalmeðferð sé nú ráðgerð dagana 4. til 6. október. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru á hendur ungu mönnunum þremur og ungu konunnar sem þingfest var við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Jónas Jóhannsson héraðsdómari hefur ákveðið að þinghald í málinu verði lokað. Í skriflegu svari til fréttastofu vísar hann til ungs aldurs þriggja sakborninga og kröfu foreldra þeirra og verjenda um lokað þinghald. Þrjú hinna ákærðu eru undir lögaldri en einn eldri, nítján ára. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um afstöðu ákærðu til sakarefnisins við þingfestinguna í dag. Einkakröfur fyrir hönd móður og dóttur hins látna, pólsks karlmanns á þrítugsaldri, hljóða upp á fimm milljónir króna í hvoru tilfelli fyrir sig. Lýsingar á því sem á gekk er að finna í ákæru og má lesa hér að neðan. Lesendur eru varaðir við því sem þar kemur fram. Spörk og stungur Tveir karlmannanna sem eru ákærðir eru rétt undir lögaldri, sem er átján ár á Íslandi, og einn nítján ára. Þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu veist að karlmanninum með ofbeldi og svipt hann lífi á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Eru þeir sagðir hafa umkringt manninn og sá elsti hafi hrint honum í jörðina. Í framhaldinu hafi annar hinna yngri sparkað í maga hans þar sem hann lá og sá elsti hótað að stinga hann með hnífi í hálsinn. Hann hafi því næst stappað á manninum og sparkað í höfuð hans. Þegar pólski maðurinn náði að standa upp hafi þeir þrír aftur veist að honum. Sá elsti fellt hann í jörðina og stungið ítrekað með hníf í búkinn. Sá af þeim yngri sem hafði haft sig meira í frammi hafi sparkað ítrekað í búk hans og sá þriðji reynt að sparka í höfuð hans en spark hans geigaði. Stunginn ítrekað varnarlaus Aftur hafi karlmaðurinn náð að standa upp en þá hafi annar þeirra yngri sparkað í maga hans og þeir þrír tekið hann aftur niður í jörðina. Í ákæru segir að þeir hafi allir þrír sparkað ítrekað í höfuð hans og búk. Sá elsti hafi stungið hann ítrekað með hnífi í búkinn þar sem hann lá varnarlaus eftir spörk þeirra. Karlmaðurinn lést stuttu síðar á vettvangi árásarinnar. Hann hlaut sex stungusár, fjögur í bak, eitt ofarlega í vinstri upphandlegg og eitt fyrir neðan vinstra brjóst sem náði inn í hjarta og skaðaði yfirborðsbláæð og kransæð á aftanverðu hjartanu. Þá hlaut hann áverka í andliti og á höfði, hnjám og höndum. Á úlpu hans var að finna tíu göt sem báru þess merki að vera eftir stungur með eggvopni. Myndaði atlöguna og hljóp á brott Unga konan, sem er rétt undir lögaldri, er ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið pólska karlmanninum til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Pólski maðurinn átti móður og barn í heimalandi sínu. Fyrir hönd móðurinnar er gerð einkaréttarkrafa upp á fimm milljónir króna auk vaxta. Einnig að útfararkostnaður upp á tæplega 400 þúsund krónur fáist endurgreiddur. Einnig er gerð einkaréttarkrafa fyrir hönd ólögráða dóttur þeirra upp á fimm milljónir króna. Jónas Jóhannsson héraðsdómari segir að enn sé beðið ákveðinna gagna í málinu. Þá hafi reynst erfitt að ná öllum verjendum og saksóknara saman fyrr en í haust. Aðalmeðferð sé nú ráðgerð dagana 4. til 6. október. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10