Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 21:01 Mary og Esther eru báðar þolendur mansals. Vísir/Einar Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Esther og Mary eru báðar frá Nígeríu en komu til Íslands frá Ítalíu þar sem þær segjast hafa verið þolendur mansals í um fjögur ár. Þær hafa báðar fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi, og hefur, samkvæmt nýju útlendingalögunum, verið tilkynnt um lok á þjónustu en samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þá fá endanlega synjun, undanskilin eru samt börn og fjölskyldur þeirra. Á meðan fólk bíður þess að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála mega þau ekki vinna. Konurnar voru báðar í vikunni sviptar framfærslu, greiðslukortum þeirra lokað og verða að öllum líkindum heimilislausar á morgun þegar vísa á þeim úr núverandi úrræði. Þær vilja ekki fara aftur til heimalandsins eða til Ítalíu. „Ég er búin að vera á Íslandi í um þrjú ár og fékk endanlega synjun í mars á þessu ári. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar síðan þá en svo á mánudag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa húsnæðið mitt og að ég þyrfti að koma hingað,“ segir Esther Omoregieo og að hún vilji vera hér áfram til að vinna. Esther segist ekkert hafa heyrt í fjölskyldu sinni um árabil. Vísir/Einar „Ég hef verið hér í þrjú ár og fjóra mánuði og var synjað í fyrra. Íslensk stjórnvöld vilja að ég fari aftur heim en ég hef sagt þeim að það er ekki öruggt fyrir mig það,“ segir Mary Itohan Ehichioyah og að hún eigi von á því að vera vísað úr búsetuúrræði sínu í dag. Hún segist óttast það að búa á götunni. Esther segist ekki hafa áhuga á því að fara heim eða eiga stað í Nígeríu. Hún segist ekki hafa heyrt í fjölskyldu sinni í langan tíma og að hún viti ekki hvort þau séu á lífi. Hún segir ekkert fyrir sig í Nígeríu og hvað þá á Ítalíu, þar sem hún var segist hafa verið þvinguð í vændi eftir að hún kom þangað frá Nígeríu. „Manneskjan sem flutti mig til Ítalíu sagði mér ekki að ég ætti að fara í vændi þannig ég fór þaðan og fór til Íslands í leit að betra lífi,“ segir Esther. Mary segir svipaða sögu og lýsir því að sá sem flutti hana frá Nígeríu til Ítalíu hafi selt hana í vændi en svo hafi henni tekist að flýja. „Mér tókst að flýja til Íslands í leit að friði og vernd.“ Báðar vilja þær fá að vera áfram á Íslandi, til að vinna og búa. „Við vitum ekki hvað gerist á morgun. Við erum hræddar en okkur var sagt að við þyrftum að fara á morgun. Þá verðum við á götunni. Við þekkjum engan hér og við erum hræddar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ítalía Nígería Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Tengdar fréttir Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
Lögreglan mætti til að bera konuna út en hætti svo við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var mætt við búsetuúrræði flóttafólks síðdegis í dag til að bera út afganska konu og tólf ára gamlan son hennar, en hætti svo við. 13. júlí 2023 19:01