Segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem CIA tældi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2023 10:36 Kínverskir hermenn marsera á Tiananmen-torgi. Hinn 52 ára Zeng færði CIA gögn um kínverska herinn. EPA/How Hwee Young Kínversk yfirvöld segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem vann fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Maðurinn vann í kínverskum hergagnaiðnaði og á að hafa boðist að flytja til Bandaríkjanna í skiptum fyrir viðkvæmar hernaðarupplýsingar. Varnarmálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar segir að hinn 52 ára Zeng hafi verið sendur til Ítalíu í nám á vegum vinnu sinnar. Á Ítalíu kynntist hann Seth nokkrum, fulltrúa leyniþjónustunnar hjá bandaríska sendiráðinu í Róm, og urðu þeir góðir vinir. Seth hafi sannfært Zeng um að gefa sér „viðkvæmar upplýsingar um kínverska herinn“ í skiptum fyrir væna þóknun og hjálp við að koma Zeng og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna að sögn ráðuneytisins. Vinskapur umbylti pólitískri afstöðu Seth og Zeng þróuðu með sér „náið“ samband í gegnum kvöldverði, hittinga og ferðir í óperuna. Smátt og smátt varð Zeng „sálfræðilega háður Seth“ að sögn varnarmálaráðuneytisins. CIA-fulltrúinn hafi nýtt sér það til að „innræta Zeng með vestrænum gildum. Freistingar Seth komu pólitískri afstöðu Zeng úr jafnvægi,“ segir í Global Times, gulu pressu kínverska kommúnistaflokksins. Samkvæmt CCTV á Zeng að hafa skrifað undir njósnasamkomulag við Bandaríkin og hlotið viðeigandi þjálfun áður en hann sneri aftur til Kína til að vinna að njósnum. Þar hafi hann hitt fulltrúa CIA mörgum sinnum, fært þeim upplýsingar og fengið greitt úr sjóðum leyniþjónustunnar. Ekki kemur fram hvenær málsatvik áttu sér stað en mál Zeng hefur verið sent til kínverskra saksóknara. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Kína greindi frá þessu í tilkynningu í dag. Þar segir að hinn 52 ára Zeng hafi verið sendur til Ítalíu í nám á vegum vinnu sinnar. Á Ítalíu kynntist hann Seth nokkrum, fulltrúa leyniþjónustunnar hjá bandaríska sendiráðinu í Róm, og urðu þeir góðir vinir. Seth hafi sannfært Zeng um að gefa sér „viðkvæmar upplýsingar um kínverska herinn“ í skiptum fyrir væna þóknun og hjálp við að koma Zeng og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna að sögn ráðuneytisins. Vinskapur umbylti pólitískri afstöðu Seth og Zeng þróuðu með sér „náið“ samband í gegnum kvöldverði, hittinga og ferðir í óperuna. Smátt og smátt varð Zeng „sálfræðilega háður Seth“ að sögn varnarmálaráðuneytisins. CIA-fulltrúinn hafi nýtt sér það til að „innræta Zeng með vestrænum gildum. Freistingar Seth komu pólitískri afstöðu Zeng úr jafnvægi,“ segir í Global Times, gulu pressu kínverska kommúnistaflokksins. Samkvæmt CCTV á Zeng að hafa skrifað undir njósnasamkomulag við Bandaríkin og hlotið viðeigandi þjálfun áður en hann sneri aftur til Kína til að vinna að njósnum. Þar hafi hann hitt fulltrúa CIA mörgum sinnum, fært þeim upplýsingar og fengið greitt úr sjóðum leyniþjónustunnar. Ekki kemur fram hvenær málsatvik áttu sér stað en mál Zeng hefur verið sent til kínverskra saksóknara.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. 4. ágúst 2023 11:06