Körfubolti

Til­finningarnar báru Becky Hammon og Gregg Popo­vich ofur­liði þegar Hammon var vígð inn í frægðar­höll NBA

Siggeir Ævarsson skrifar
Becky Hammon og Gregg Popovich bera saman bækur sínar í leik með San Antonio Spurs
Becky Hammon og Gregg Popovich bera saman bækur sínar í leik með San Antonio Spurs Vísir/Getty

Gregg Popovich og Becky Hammon voru vígð inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gær. Hammon gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún þakkaði Popovich fyrir að hafa ráðið sig til starfa og Popovich átti einnig bágt með sig.

Becky Hammon hefur brotið ófá blöð í sögu NBA deildinnar. Eftir 16 ára feril sem leikmaður í WNBA þá réð Gregg Popovich hana til starfa í þjálfarateymi San Antonio Spurs þar sem hún varð fyrst kvenna til að sinna starfi aðstoðarþjálfara í NBA deildinni. 

Hún varð síðar aðalþjálfari liðsins í sumardeildinni sem hún vann og varð einnig fyrst kvenna til að vera starfandi aðalþjálfari liðs þegar Popovich var rekinn úr húsi í leik í desember 2020. Í dag er hún þjálfari Las Vegas Aces í WBNA deildinni þar sem hún landaði titlinum á sínum fyrsta ári með liðið.

Í gær voru bæði hún og Popovich vígð inn í frægðarhöll NBA deildarinnar og í þakkarræðu hennar báru tilfinningar hana og Popovich ofurliði.

„Ég veit að þú varst ekki að reyna að vera hugrakkur þegar þú réðst mig en þú gerðir samt eitthvað sem enginn annar í atvinnuíþróttum hefur nokkurn tímann gert.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×