Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 06:45 Konráð segir þá sem urðu vitni að atvikinu á gatnamótunum hafa verið brugðið. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. „Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“ Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Sjá meira
„Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“
Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Fleiri fréttir Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Sjá meira