Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegi

Landris í miðri Torfajökulsöskju skýrist líklega af kvikusöfnun. Ekki eru merki um að kvikan sé að færast nær yfirborðinu en eldfjallafræðingur segir þetta merki um að eldstöðin sé að vakna.

Fjölmörg tilvik hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Möguleg tengsl málanna eru til skoðunar og í hádegisfréttum verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjón sem segir slíkum glæpum hafa fjölgað.

Einhvers konar flóttamannabúðir eru nauðsynlegar, óháð því hvað úrræðið er kallað. Þetta segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hafi ítrekað bent á veikleika í kerfinu sem nú séu að raungerast. 

Við ræðum einnig við óperustjóra sem sakar stjórnvöld um að veita misvísandi upplýsingar um fjármögnun starfseminnar og segir mikla óvissu um framtíðina. Þá er einnig þéttur Sportpakki þar sem við heyrum meðal annars í Ólafi Stefánssyni sem hefur óvænt samið um starfslok við þýska liðið Erlangen.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×