Það er ekkert leyndarmál að Liverpool hefur verið í leit að varnarsinnuðum miðjumanni og sérstaklega eftir að brasilíumaðurinn Fabinho yfirgaf félagið. Á síðustu dögum hefur liðið misst bæði af Moses Caceido og Romeo Lavia til Chelsea og stuðningsmenn félagsins lýst yfir óánægju með aðgerðaleysi félagsins á félagaskiptamarkaðnum.
Í kvöld greinir Sky Italy hins vegar frá því að Liverpool sé komið í viðræður við ítalska félagið Fiorentina vegna Marokkóans Sofyan Amrabat. Amrabat hefur verið undir smásjánni hjá Manchester United í allt sumar en félagið hefur ekki náð að selja þá Harry Maguire og Scott McTominey og því allt á ís hjá þeim í augnablikinu.
Liverpool virðist hins vegar ætla að nýta sér vandræði United og ætlar sér að næla í marokkóska landsliðsmanninn. Amrabat sló í gegn með landsliði Marokkó á heimsmeistaramótinu í Katar þar sem liðið komst alla leið í undanúrslit.
EXCLUSIVE: Liverpool submit formal bid to sign Japanese midfielder Wataru End on permanent deal #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023
Negotiations ongoing with Stuttgard player wants the move as it s biggest opportunity of his career.
Surprisining move by Liverpool director Schmadtke. pic.twitter.com/sQwtnp67ik
Þá sagði Fabrizio Romano frá því nú í kvöld að Liverpool hafi lagt fram tilboð í japanska miðjumanninn Wataru Endo sem leikur með Stuttgart. Endo er þrítugur miðjumaður og hefur leikið tæplega hundrað leiki fyrir Stuttgart þar sem hann er fyrirliði.
Þessar fréttir koma töluvert á óvart því Endo hefur ekki verið á lista fjölmiðla yfir þá leikmenn sem talið var að Liverpool hefði áhuga á.