FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 12:57 Luis Rubiales var aðeins of glaður í leikslok á úrslitaleiknum og fór að flestra mati ítrekað langt yfir strikið. Getty/Alex Pantling Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu. Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir hegðun hans á úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í Ástralíu. Luis Rubiales er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins því hann er líka einn af varaformönnum Knattspyrnusambands Evrópu. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur kallað saman neyðarfund og þar þarf forsetinn að verja sína hegðun. The FIFA Disciplinary Committee has opened disciplinary proceedings against Luis Rubiales, the president of the Spanish FA who kissed Jenni Hermoso after the country's World Cup victory.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 24, 2023 Rubiales kyssti Jenni Hermoso, framherja spænska landsliðsins, beint á munninn í verðlaunaafhendingunni en hann varð líka uppvís að annarri vafasamri hegðun eins og að faðma og kyssa aðra leikmenn, taka um klof sér í heiðursstúkunni, og lyfta leikmönnum upp á axlir sér á grasinu eftir verðlaunaafhendinguna. Mál hans fer nú fyrir aganefnd FIFA en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hegðun sína og nú síðast kallaði leikmaðurinn og leikmannasamtökin eftir því að slík hegðun hefði einhverjar afleiðingar. Aganefnd FIFA mun nú skoða hvort að Rubiales hafi brotið gegn grein þrettán í agareglum sambandsins sem snýr af móðgandi hegðun og háttvísi. Þegar Rubiales tók um klof sér í heiðursstúkunni þá stóð hann rétt hjá drottningu Spánar og sextán ára dóttur hennar. Rubiales baðst afsökunar á kossinum á mánudaginn en forsætisráðherra Spánar var einn af þeim sem taldi það ekki nóg. Leikmaðurinn er 33 ára gömul, hefur spilað yfir hundrað landsleiki og er markahæsta landsliðskona Spánar frá upphafi. Hún hefur fengið liðsinni frá Alþjóða leikmannasamtökunun, Futpro, og segir að samtökin muni sjá um afskipti hennar að málinu.
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira