Van Dijk ekki sammála því að allt hafi verið gert til að Messi ynni HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 23:00 Virgil van Dijk er ekki sammála fyrrverandi þjálfara sínum. EPA-EFE/Abir Sultan Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska landsliðsins í knattspyrnu, er ekki sammála fyrrverandi þjálfara liðsins að allt hafi verið gert til að Lionel Messi og Argentína yrðu heimsmeistarar í Katar undir lok síðasta árs. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins á HM í Katar, hafi látið þau orð falla að allt hafi verið gert til þess að Messi myndi standa uppi sem heimsmeistari. Argentína sló Holland, sem Van Gaal stýrði, úr leik í átta liða úrslitum á HM á dramatískan hátt. Argentínumenn unnu 4-3 í vítaspyrnukeppni eftir mikinn hitaleik þar sem sextán gul spjöld fóru á loft. Það er met á HM. Van Gaal segir að atburðarrásin á HM hafi verið hönnuð með það fyrir augum að Messi og Argentína yrðu heimsmeistarar. „Ég vil ekki segja mikið um þetta. Þegar þú sérð hvernig Argentína skorar mörkin sín og við skorum mörkin okkar og hvernig sumir leikmenn argentínska liðsins fóru yfir strikið án þess að vera refsað þá held ég að þetta hafi allt verið fyrirfram ákveðið,“ sagði Van Gaal við NOS í Hollandi. „Ég stend við allt sem ég segi. Að Messi hafi átt að verða heimsmeistari? Ég held það, já.“ Fyrirliðinn Van Dijk sagðist ekki geta tekið undir ummæli fyrrverandi þjálfara síns þegar hann var spurður út í þau. „Ég heyrði ummælin í morgun og það nær í raun ekki lengra. Þetta er auðvitað hans skoðun. Allir hafa rétt á sinni skoðun, allir mega hafa skoðun. Ég er þó ekki sömu skoðunar,“ sagði Van Dijk. Virgil van Dijk doesn't agree with Louis van Gaal's suggestion that Argentina and Messi's World Cup win was "premeditated" pic.twitter.com/xy3nCa4wy8— ESPN UK (@ESPNUK) September 5, 2023 Holland mætir Grikklandi og Írlandi í undankeppni EM 2024 á næstu dögum. Sem stendur er liðið með þrjú stig í B-riðli eftir 4-0 tap gegn Frakklandi en 3-0 sigur á Gíbraltar. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins á HM í Katar, hafi látið þau orð falla að allt hafi verið gert til þess að Messi myndi standa uppi sem heimsmeistari. Argentína sló Holland, sem Van Gaal stýrði, úr leik í átta liða úrslitum á HM á dramatískan hátt. Argentínumenn unnu 4-3 í vítaspyrnukeppni eftir mikinn hitaleik þar sem sextán gul spjöld fóru á loft. Það er met á HM. Van Gaal segir að atburðarrásin á HM hafi verið hönnuð með það fyrir augum að Messi og Argentína yrðu heimsmeistarar. „Ég vil ekki segja mikið um þetta. Þegar þú sérð hvernig Argentína skorar mörkin sín og við skorum mörkin okkar og hvernig sumir leikmenn argentínska liðsins fóru yfir strikið án þess að vera refsað þá held ég að þetta hafi allt verið fyrirfram ákveðið,“ sagði Van Gaal við NOS í Hollandi. „Ég stend við allt sem ég segi. Að Messi hafi átt að verða heimsmeistari? Ég held það, já.“ Fyrirliðinn Van Dijk sagðist ekki geta tekið undir ummæli fyrrverandi þjálfara síns þegar hann var spurður út í þau. „Ég heyrði ummælin í morgun og það nær í raun ekki lengra. Þetta er auðvitað hans skoðun. Allir hafa rétt á sinni skoðun, allir mega hafa skoðun. Ég er þó ekki sömu skoðunar,“ sagði Van Dijk. Virgil van Dijk doesn't agree with Louis van Gaal's suggestion that Argentina and Messi's World Cup win was "premeditated" pic.twitter.com/xy3nCa4wy8— ESPN UK (@ESPNUK) September 5, 2023 Holland mætir Grikklandi og Írlandi í undankeppni EM 2024 á næstu dögum. Sem stendur er liðið með þrjú stig í B-riðli eftir 4-0 tap gegn Frakklandi en 3-0 sigur á Gíbraltar.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira