Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. september 2023 14:14 Systir Magnúsar biðlar nú til almennings um aðstoð. Ekkert hefur heyrst til hans í tæpa viku en hann fór til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar. Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira