Ófær um að mæta í dómsal vegna pyntinga CIA Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 23:31 Maðurinn er talinn ósakhæfur að svo stöddu vegna pyntinga CIA. AP/Brandon Jemenskur maður sem hefur verið í haldi síðustu ár vegna grunaðra tengsla við hryðjuverkin á Tvíburaturnana í New York er ófær um að mæta fyrir dóm vegna geðtruflana. Bandaríska leyniþjónustan pyntaði manninn mikið í kjölfar handtöku og er talið að hann hafi orðið veikur á geði við pyntingarnar. Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Maðurinn Ramzi bin al-Shibh er einn fimmmenninga sem hafa verið í haldi bandarískra yfirvalda í um tuttugu ár vegna meintra tengsla við hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001. Hann er talinn hafa tekið þátt í skipulagningu ódæðisins. Næstum því þrjú þúsund manns létust í árásunum. Maðurinn hefur setið í fangelsinu á Guantanamo Bay í langan tíma og er einn fárra sem þar eru enn eftir. Læknar greindu hann nýlega með áfallastreituröskun og geðtruflanir. Hann er því talinn ósakhæfur í augnablikinu, enda þýðir lítið að draga hann fyrir dóm vegna ástandsins, að sögn Guardian. Réttarhöld yfir fimmmenningunum munu því halda áfram að honum fjarstöddum. Leyniþjónustan beitti ýmsum brögðum eftir hryðjuverkin árið 2001. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði innrás í Írak og Afganistan og fangelsinu, Guantanamo Bay, var komið á fót. Harkalegum yfirheyrsluaðferðum var beitt ítrekað gagnvart hverjum þeim sem talinn var hafa komið að hryðjuverkunum með einum eða öðrum hætti. Al-Shibh segist hafa verið pyntaður ítrekað. Hann segist hafa verið neyddur til að standa nakinn í allt að þrjá daga í senn. Fangaverðir hafi passað upp á að hann gæti ekki sofnað með því að skvetta köldu vatni á hann í loftkældum klefanum. Svefnleysið og líkamlegar árásir eru taldar hafa valdið honum miklum andlegum skaða, mögulega óafturkræfum. Fimmmenningarnir voru allir pyntaðir ítrekað af CIA en leyniþjónustan segist hafa hætt að beita pyntingaraðferðunum árið 2009. Rannsókn öldungadeildar Bandaríkjaþings leiddi síðar í ljós að pyntingarnar hefðu litlum upplýsingum skilað.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira