„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:11 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. „Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira