Þetta er í fyrsta sinn í 21 ár sem New York á lið í lokaúrslitum NBA eða WNBA.
Liberty sló út Connecticut Sun með 87-84 sigri í fjórða leik liðanna. New York konur unnu því 3-1 en Aces liðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni, fyrst 2-0 sigur á Chicago Sky og svo 3-0 sigur á Dallas Wings.
THE NEW YORK LIBERTY ARE HEADING TO THEIR FIRST WNBA FINALS SINCE 2002 pic.twitter.com/rjzIeGS7qA
— ESPN (@espn) October 1, 2023
Þetta þýðir að ofurliðin tvö mætast í úrslitaeinvíginu en bæði lið hafa safnað að sér stórstjörnum síðustu ár. Liðin enduðu með langbesta árangurinn í deildinni í sumar og það er mikil spenna fyrir uppgjör þeirra í úrslitaeinvíginu.
Breanna Stewart, nýkjörin mikilvægasti leikmaður deildarinnar, skoraði mest fyrir Liberty liðið eða 27 stig.
Miðherjinn Jonquel Jones skoraði fimm af 25 stigum sínum á síðustu mínútunni í sigrinum í gær. Jones var einnig með 15 fráköst og 4 varin skot.
Alyssa Thomas var með 17 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar fyrir Connecticut Sun en hún endaði í öðru sæti í kosningunni yfir mikilvægasta leikmann tímabilsins.
Þetta verður í fimmta sinn sem New York Liberty kemst í lokaúrslit WNBA en í fyrsta sinn frá árinu 2002. Karlaliðið í New York Knicks hefur ekki komist í lokaúrslit NBA frá árinu 1999.
— Las Vegas Aces (@LVAces) October 1, 2023
The Las Vegas Aces vs the New York Liberty in the 2023 @WNBA Finals. Meet us at The House!
Game 1 | October 8
Game 2 | October 11
https://t.co/qt0uXxkw1J pic.twitter.com/1a9YkcoaK7