AC Milan skaust upp fyrir nágranna sína á topp deildarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 7. október 2023 20:47 Christian Pulisic skoraði sigurmark AC Milan í sigrinum gegn Genoa. Vísir/Getty Það var bandaríski landsliðsframherjinn Christian Pulisic sem skoraði markið sem tryggði AC Milan stigin þrjú en leikið var á heimavelli Genoa. Albert Guðmundsson, sem hafði skorað þrjú mörk í síðustu tveimur deildarleikjum Genoa, spilaði allan leikinn fyrir liðið en komst ekki á blað frekar en liðsfélagar hans. Albert komst nálægt því að jafna á lokaandartökum leiksins en aukaspyrna hans small þá í stönginni á marki AC Milan. Mike Maignan, markverði AC Milan, var vísað af velli með rauðu spjaldi þegar skammt var eftir af uppbótartíma leiksins. Kollegi hans hjá Genoa, Josep Martinez, fór svo sömu leið í snemmbúna sturtu skömmu síðar. Oliver Giroud, framherji AC Milan, skellti ser í markmannshanskana og varði mark liðsins síðustu mínútur leiksins þar sem gestirnir höfðu gert allar sínar skiptingar þegar Maignan fékk rauða spjaldið. AC Milan hefur 21 stig á toppnum en erkifjandi þeirra, Inter Milan, kemur þar á eftir með 19 stig. Genoa sem er nýliði í deildinni er með átta stig eftir jafn marga leiki og situr í 14. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Ítalski boltinn
Það var bandaríski landsliðsframherjinn Christian Pulisic sem skoraði markið sem tryggði AC Milan stigin þrjú en leikið var á heimavelli Genoa. Albert Guðmundsson, sem hafði skorað þrjú mörk í síðustu tveimur deildarleikjum Genoa, spilaði allan leikinn fyrir liðið en komst ekki á blað frekar en liðsfélagar hans. Albert komst nálægt því að jafna á lokaandartökum leiksins en aukaspyrna hans small þá í stönginni á marki AC Milan. Mike Maignan, markverði AC Milan, var vísað af velli með rauðu spjaldi þegar skammt var eftir af uppbótartíma leiksins. Kollegi hans hjá Genoa, Josep Martinez, fór svo sömu leið í snemmbúna sturtu skömmu síðar. Oliver Giroud, framherji AC Milan, skellti ser í markmannshanskana og varði mark liðsins síðustu mínútur leiksins þar sem gestirnir höfðu gert allar sínar skiptingar þegar Maignan fékk rauða spjaldið. AC Milan hefur 21 stig á toppnum en erkifjandi þeirra, Inter Milan, kemur þar á eftir með 19 stig. Genoa sem er nýliði í deildinni er með átta stig eftir jafn marga leiki og situr í 14. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.