Þá verður rætt við ungan mann, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Hann segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu og fer fram á miskabætur vegna málsins.
Leit stendur enn yfir í húsarústum í vesturhluta Afganistan. Öflugir jarðskjálftar riðu yfir svæðið í gær og minnst tvö þúsund eru látnir að sögn ríkisstjórnar talíbana. Tíu þúsund er enn saknað.
Við lítum líka við á Kirkjubæjarklaustri þar sem uppbygging er í gangi. Íbúar segja mikla vöntun á húsnæði og nýbyggingarnar bæta miklu við.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.