Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2023 12:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. Landsvirkjun Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðlaugur Þór rakti að Íslendingum hefði frá árinu 2005, viðmiðunarári Kyoto-bókunarinnar, tekist að draga úr losun um tólf prósent. Miðað við nýjustu sviðsmyndir stefndi í að Íslendingar næðu samdrætti upp á 26 prósent. „En við þurfum að ná 40 prósent fyrir árið 2030. Og 2030 er á morgun,“ sagði ráðherrann. Og rifjaði upp að Íslendingar hefðu nýlega neyðst að kaupa loftslagsheimildir fyrir 250 milljónir króna þar sem ekki var staðið við skuldbindingar um landgræðslu og skógrækt. „Og ef við náum ekki markmiðunum árið 2030 þá er kostnaðurinn, miðað við þær forsendur sem eru núna, svona einn milljarður til tíu milljarðar á ári. Ekki eingreiðsla sem var í uppgjörinu varðandi Kyoto. En ef við náum hins vegar markmiðunum þá seljum við loftslagsheimildir og höfum tekjur af því, eins og við höfum haft á undanförnum árum,“ sagði Guðlaugur Þór. Haustfundur Landsvirkjunar fór fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu. Landsvirkjun Hann nefndi fiskimjölsverksmiðjur, húshitun og bíla sem dæmi um aukna losun milli ára vegna aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis þar sem skort hefði græna orku. Hann sagði loftslagsmálin snúast um að afla grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis. „Á undanförnum fimmtán árum hefur verið algjör stöðnun í framleiðslu á grænni orku á Íslandi. Það hefur bara verið stöðnunartímabil. Við höfum á þessum miklu uppbyggingartímum á Íslandi að meðaltali verið að auka uppsett afl um 24 megavött á ári. Þess vegna erum við að horfa á þessi vandræði sem við erum að horfa á í dag. Vegna þess að þetta snýst um það að okkur vantar græna orku. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar. Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24. ágúst 2023 08:34 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðlaugur Þór rakti að Íslendingum hefði frá árinu 2005, viðmiðunarári Kyoto-bókunarinnar, tekist að draga úr losun um tólf prósent. Miðað við nýjustu sviðsmyndir stefndi í að Íslendingar næðu samdrætti upp á 26 prósent. „En við þurfum að ná 40 prósent fyrir árið 2030. Og 2030 er á morgun,“ sagði ráðherrann. Og rifjaði upp að Íslendingar hefðu nýlega neyðst að kaupa loftslagsheimildir fyrir 250 milljónir króna þar sem ekki var staðið við skuldbindingar um landgræðslu og skógrækt. „Og ef við náum ekki markmiðunum árið 2030 þá er kostnaðurinn, miðað við þær forsendur sem eru núna, svona einn milljarður til tíu milljarðar á ári. Ekki eingreiðsla sem var í uppgjörinu varðandi Kyoto. En ef við náum hins vegar markmiðunum þá seljum við loftslagsheimildir og höfum tekjur af því, eins og við höfum haft á undanförnum árum,“ sagði Guðlaugur Þór. Haustfundur Landsvirkjunar fór fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu. Landsvirkjun Hann nefndi fiskimjölsverksmiðjur, húshitun og bíla sem dæmi um aukna losun milli ára vegna aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis þar sem skort hefði græna orku. Hann sagði loftslagsmálin snúast um að afla grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis. „Á undanförnum fimmtán árum hefur verið algjör stöðnun í framleiðslu á grænni orku á Íslandi. Það hefur bara verið stöðnunartímabil. Við höfum á þessum miklu uppbyggingartímum á Íslandi að meðaltali verið að auka uppsett afl um 24 megavött á ári. Þess vegna erum við að horfa á þessi vandræði sem við erum að horfa á í dag. Vegna þess að þetta snýst um það að okkur vantar græna orku. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24. ágúst 2023 08:34 Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00 Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Telja markmið um orkuskipti ekki munu nást fyrr en áratug seinna Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets sem kynnt verður í dag munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. 24. ágúst 2023 08:34
Bræðslur keyrðar á olíu vegna raforkuskerðingar Annan veturinn í röð hafa fiskimjölsverksmiðjur neyðst til að brenna dísilolíu vegna raforkuskerðingar. Landsvirkjun segir þetta vegna mikils álags, kerfið sé nánast uppselt. 11. febrúar 2023 22:00
Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11
Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. 29. júní 2023 21:48
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent