Settu sinn eigin leikmann í bann fyrir að tjá sig um stríð Ísraels og Hamas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 13:00 Anwar El Ghazi fær ekki að spila leik FSV Mainz 05 um helgina. Getty/Christian Kaspar-Bartke Þýska félagið Mainz hefur sett framherja sinn Anwar El Ghazi í agabann eftir að hann tjáði sig frjálslega á samfélagsmiðlum um stríðsátökin undir botni Miðjarðarhafs. El Ghazi er fyrrum leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Mainz í september. El Ghazi hefur eytt færslunni sinni en forráðamenn Mainz sýna enga miskunn. Bardagamenn Hamas samtakanna er sagðir hafa drepið meira en fjórtán hundruð Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn eftir árás sem kom Ísrael mikið á óvart. Ísrael lýsti yfir stríði og síðan hafa yfir þrjú þúsund Palestínumenn farist í hefndarárásum Ísraelsmanna. Ástandið er mjög slæmt og engin lausn í sjónmáli. Mainz have announced decision to suspend Anwar El Ghazi after he posted a pro-Palestinian Instagram story and took position in political discussion, club reports.El Ghazi joined the club just couple of weeks ago as free agent. pic.twitter.com/67xoy8Hp97— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023 „Mainz 05 ber virðingu fyrir því að það eru mörg sjónarmið uppi varðandi hið flókna ástand í átökunum í Mið-Austurlöndum, átökum sem hafa staðið yfir í áratugi,“ skrifaði þýska félagið á samfélagsmiðla sína. „Samt sem áður þá vill félagið taka það fram að það hafði ekkert með þessa færslu að gera og innihald hennar er ekki það sem félagið stendur fyrir,“ skrifaði Mainz. Félagið gaf það samt ekki upp hvað El Ghazi hafði skrifað í þessari færslu sinni. El Ghazi hefur síðan skrifað aðra færslu þar sem hann segist hafa fengið neikvæð skilaboð eftir umrædda færslu sína á samfélagsmiðlum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég vil frið ofar öllu,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Anwar El Ghazi. El Ghazi kallaði líka eftir meiri samúð og að fólk kynnti sér betur söguna á bak við þessi átök undir botni Miðjarðarhafs. Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
El Ghazi er fyrrum leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Mainz í september. El Ghazi hefur eytt færslunni sinni en forráðamenn Mainz sýna enga miskunn. Bardagamenn Hamas samtakanna er sagðir hafa drepið meira en fjórtán hundruð Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn eftir árás sem kom Ísrael mikið á óvart. Ísrael lýsti yfir stríði og síðan hafa yfir þrjú þúsund Palestínumenn farist í hefndarárásum Ísraelsmanna. Ástandið er mjög slæmt og engin lausn í sjónmáli. Mainz have announced decision to suspend Anwar El Ghazi after he posted a pro-Palestinian Instagram story and took position in political discussion, club reports.El Ghazi joined the club just couple of weeks ago as free agent. pic.twitter.com/67xoy8Hp97— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023 „Mainz 05 ber virðingu fyrir því að það eru mörg sjónarmið uppi varðandi hið flókna ástand í átökunum í Mið-Austurlöndum, átökum sem hafa staðið yfir í áratugi,“ skrifaði þýska félagið á samfélagsmiðla sína. „Samt sem áður þá vill félagið taka það fram að það hafði ekkert með þessa færslu að gera og innihald hennar er ekki það sem félagið stendur fyrir,“ skrifaði Mainz. Félagið gaf það samt ekki upp hvað El Ghazi hafði skrifað í þessari færslu sinni. El Ghazi hefur síðan skrifað aðra færslu þar sem hann segist hafa fengið neikvæð skilaboð eftir umrædda færslu sína á samfélagsmiðlum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég vil frið ofar öllu,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Anwar El Ghazi. El Ghazi kallaði líka eftir meiri samúð og að fólk kynnti sér betur söguna á bak við þessi átök undir botni Miðjarðarhafs.
Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira