Níu milljarða leikmaður Newcastle sagður vera á leið í langt bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 10:21 Sandro Tonali í leik með Newcastle United sem gæti spilað honum um helgina þrátt fyrir fréttir vikunnar. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Sandro Tonali, leikmaður Newcastle og ítalska landsliðsins, er í slæmum málum eftir að upp komst um veðmálafíkn hans. Tonali þurfti að yfirgefa ítalska landsliðshópinn og nú skrifa erlendir fjölmiðlar eins og Sky Sports að hann endi á því að fá mjög langt bann. Umboðsmaður Tonali sagði að skjólstæðingur sinn væri að glíma við veðmálafíkn og Tonali sjálfur hefur viðurkennt að hafa veðjað á leiki AC Milan þegar hann lék sjálfur með liðinu. BREAKING: Sandro Tonali faces a lengthy ban from football after admitting to betting on AC Milan matches while a player at the club, according to Sky pic.twitter.com/1YyAmUXncs— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 18, 2023 Newcastle keypti Tonali frá AC Milan í haust fyrir 64 milljónir evra eða um 9,4 milljarða íslenskra króna. Tonali viðurkenndi að hafa sett pening á sigur hjá AC Milan sem er auðvitað betra en ef það væri öfugt en þó alveg stranglega bannað. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál meðal fótboltamanna og þar verða menn að taka á hart á öllum brotum til að viðhalda heilindum leiksins. Tonali gæti endað á því að verða dæmdur í eins árs bann samkvæmt fréttum frá Ítalíu. Nicolo Fagiolo, liðsfélagi Tonali í ítalska landsliðinu, sem var tekinn út úr ítalska hópnum á sama tíma og hann, hefur þegar fengið sjö mánaða bann. Tonali gæti engu að síður spilað með Newcastle á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann er að æfa með enska liðinu. Giuseppe Riso er umboðsmaður leikmannsins og segir hann vera í sjokki og mjög leiður. Hann segir jafnframt að skjólstæðingur hans þurfi að taka á þessu og vinna sigur á veðmálafíkn sinni. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Tonali þurfti að yfirgefa ítalska landsliðshópinn og nú skrifa erlendir fjölmiðlar eins og Sky Sports að hann endi á því að fá mjög langt bann. Umboðsmaður Tonali sagði að skjólstæðingur sinn væri að glíma við veðmálafíkn og Tonali sjálfur hefur viðurkennt að hafa veðjað á leiki AC Milan þegar hann lék sjálfur með liðinu. BREAKING: Sandro Tonali faces a lengthy ban from football after admitting to betting on AC Milan matches while a player at the club, according to Sky pic.twitter.com/1YyAmUXncs— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 18, 2023 Newcastle keypti Tonali frá AC Milan í haust fyrir 64 milljónir evra eða um 9,4 milljarða íslenskra króna. Tonali viðurkenndi að hafa sett pening á sigur hjá AC Milan sem er auðvitað betra en ef það væri öfugt en þó alveg stranglega bannað. Veðmálafíkn er vaxandi vandamál meðal fótboltamanna og þar verða menn að taka á hart á öllum brotum til að viðhalda heilindum leiksins. Tonali gæti endað á því að verða dæmdur í eins árs bann samkvæmt fréttum frá Ítalíu. Nicolo Fagiolo, liðsfélagi Tonali í ítalska landsliðinu, sem var tekinn út úr ítalska hópnum á sama tíma og hann, hefur þegar fengið sjö mánaða bann. Tonali gæti engu að síður spilað með Newcastle á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann er að æfa með enska liðinu. Giuseppe Riso er umboðsmaður leikmannsins og segir hann vera í sjokki og mjög leiður. Hann segir jafnframt að skjólstæðingur hans þurfi að taka á þessu og vinna sigur á veðmálafíkn sinni.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira