„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2023 08:02 Dyrnar inn í jamaíska landsliðið standa Mason Greenwood opnar að sögn Heimis Hallgrímssonar. vísir/sigurjón/getty Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus Fótbolti Real mistókst að fara á toppinn Fótbolti Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Handbolti „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Fótbolti Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Enski boltinn Fleiri fréttir Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Real mistókst að fara á toppinn Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Sjá meira
Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus Fótbolti Real mistókst að fara á toppinn Fótbolti Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Handbolti „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Enski boltinn Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Fótbolti Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Enski boltinn Fleiri fréttir Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Real mistókst að fara á toppinn Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Sjá meira