Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr Skúlason mun leggja skóna á hilluna eftir tæpar tvær vikur þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur. Twitter-síða IFK Norrköping. Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Sænski boltinn Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Fleiri fréttir Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Sjá meira
Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Sænski boltinn Mest lesið Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Körfubolti „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Handbolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Handbolti Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Handbolti Fleiri fréttir Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Sjá meira