Innlent

Hvellirnir af­leiðing strákapara í Fellunum

Árni Sæberg skrifar
Hvellirnir áttu sér stað í Fellunum í Breiðholti en heyrðust víðar.
Hvellirnir áttu sér stað í Fellunum í Breiðholti en heyrðust víðar. Vísir/Vilhelm

Miklir hvellir sem heyrðust víða á höfuðborgarsvæðinu seint í gærkvöldi voru hvellir í flugeldum, sem átt hafði verið við, í Fellunum í Breiðholti.

Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvar þrjú, sem þjónustar Kópavog og Breiðholt. 

„Þetta voru einhverjir að fikta með flugelda. Einhver strákapör, eins og maður segir,“ segir hann. Ekki sé vitað hverjir voru að verki og málið verði ekki rannsakað sérstaklega, enda hafi ekki verið tilkynnt um neitt tjón af völdum strákaparanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×