Innlent

Sam­veru­stund fyrir Grind­víkinga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Hallgrímskirkju í dag.
Frá Hallgrímskirkju í dag. Vísir/Steingrímur Dúi

Samverustund fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk. Samverustundin hefst klukkan 17:00 og er hægt að fylgjast með samverustundinni í beinu streymi.

Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina, Kristján Hrannar organisti sér um tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir, forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og. Fannar Jónasson flytja ávörp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×