Lögregla hafi þegar í stað ákveðið að hefja rýmingu en boðið svo verið afturkallað.
Þá hafi verið of seint að hætta við rýmingu. Hún hafi því verið kláruð og störfum lögreglu á vettvangi sé lokið í dag. „Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt, en lítið annað að gera fyrir viðbragðsaðila.“
Hér að neðan má sjá bílaröð á fleygiferð út úr Grindavík. Landhelgisgæslan náði myndbandinu úr þyrlu.
Benedikt Ófeigsson sagði skömmu eftir að Grindavík var rýmd að ákveðið hafi verið að grípa til rýmingar vegna þess að gasmælar Veðurstofunnar sýndu að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík.
Ákvörðunin hafi verið tekin af Lögreglunni á Suðurnesjum.
Girðir ekki fyrir aðgengi á morgun
Úlfar segir að rýmingin þýði einfaldlega að störfum lögreglu og fleiri viðbragðsaðila í Grindavík sé lokið í dag. Það girði ekki fyrir að Grindvíkingum verði hleypt aftur inn í bæinn á morgun. Staðan verði endurmetin á morgun.