Man City fór með sigur af hólmi á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 18:46 Lauren Hemp var á skotskónum fyrir Man City. Richard Sellers/Getty Images Nágrannarnir og fjendurnir í Manchester United og City mættust í stórleik ensku úrvalsdeildar kvenna á Old Trafford í dag. Gestirnir fóru með 3-1 sigur af hólmi. Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira