Barnsley rekið úr FA bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 17:45 Barnsley fagnar marki gegn Horsham í leik liðanna í síðustu viku vísir / getty images Enska knattspyrnusambandið hefur rekið Barnsley úr FA bikarkeppninni eftir að félagið tefldi fram ólöglegum leikmanni í endurteknum leik 1. umferðar gegn utandeildarliðinu Horsham. Fyrri viðureign liðanna í 1. umferð keppninnar lauk með 3-3 jafntefli þann 3. nóvember. Viðureignin var því endurtekin þriðjudaginn 14. nóvember, Barnsley vann þann leik sannfærandi 3-0 en var engu að síður dæmt úr leik í FA bikarkeppninni vegna þess að leikmaður liðsins hafði ekki heimild til að spila. Barnsley hefur rétt til að áfrýja banninu en miðað við yfirlýsingu sem félagið gaf út í dag eru þeir ólíklegir til þess. Þar sagði að mistökin lægu hjá stjórnarmönnum, þeir gengust við brotinu og að félagið hafi verið algjörlega samvinnuþýtt í rannsókn knattspyrnusambandsins. Formaður Horsham, Kevin Borrett, sagði sömuleiðis í viðtali við SkySports að stjórnarmenn Barnsley hafi haft samband við hann og óskað þeim góðs gengis í keppninni. A Professional Game Board Sub-Committee has removed Barnsley from the 2023/24 Emirates FA Cup for fielding an ineligible player during their First Round Proper Replay against Horsham— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) November 22, 2023 Yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins má lesa hér fyrir ofan. Hvergi kemur fram hver leikmaðurinn sem um ræðir sé og fjölmiðlar erlendis hafa ekki greint frá því. Horsham heldur því áfram í næsta umferð bikarsins og mætir þar Sutton, sem er í neðsta sæti League Two, fjórðu bestu deild Englands. Horsham er utandeildarlið í Isthmian League sem keppir á 7. efsta stigi fótboltans á Englandi. Enski boltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Fyrri viðureign liðanna í 1. umferð keppninnar lauk með 3-3 jafntefli þann 3. nóvember. Viðureignin var því endurtekin þriðjudaginn 14. nóvember, Barnsley vann þann leik sannfærandi 3-0 en var engu að síður dæmt úr leik í FA bikarkeppninni vegna þess að leikmaður liðsins hafði ekki heimild til að spila. Barnsley hefur rétt til að áfrýja banninu en miðað við yfirlýsingu sem félagið gaf út í dag eru þeir ólíklegir til þess. Þar sagði að mistökin lægu hjá stjórnarmönnum, þeir gengust við brotinu og að félagið hafi verið algjörlega samvinnuþýtt í rannsókn knattspyrnusambandsins. Formaður Horsham, Kevin Borrett, sagði sömuleiðis í viðtali við SkySports að stjórnarmenn Barnsley hafi haft samband við hann og óskað þeim góðs gengis í keppninni. A Professional Game Board Sub-Committee has removed Barnsley from the 2023/24 Emirates FA Cup for fielding an ineligible player during their First Round Proper Replay against Horsham— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) November 22, 2023 Yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins má lesa hér fyrir ofan. Hvergi kemur fram hver leikmaðurinn sem um ræðir sé og fjölmiðlar erlendis hafa ekki greint frá því. Horsham heldur því áfram í næsta umferð bikarsins og mætir þar Sutton, sem er í neðsta sæti League Two, fjórðu bestu deild Englands. Horsham er utandeildarlið í Isthmian League sem keppir á 7. efsta stigi fótboltans á Englandi.
Enski boltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira