Tebas vill halda áfram og tryggja sér nýtt umboð í þessum komandi kosningum. Það yrði hans fjórða kjörtímabil.
Það er þó ekki eins og Tebas sé að tapa miklum tíma sem forseti við þessa afsögn sína. Þetta kjörtímabil hans átti nefnilega að enda 23. desember næstkomandi.
Það tekur um einn mánuð að undirbúa kosningarnar en hluti af ástæðunni fyrir að kosningum er flýtt er svo að þær stangist ekki á við forsetakosningar í spænska knattspyrnusambandinu.
Hinn 61 árs gamli Tebas þykir ekki líklegur til að fá mikla samkeppni um forsetastöðuna. Hann hefur stuðning forseta liða í bæði A- og B-deild. Hann fékk ekkert mótframboð í kosningunum 2013 og 2019.
LaLiga president Javier Tebas announced his resignation on Wednesday in order to call for new elections, where he will attempt to win a fourth straight term.
— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023
Tebas has served in the role since 2013 and his four-year term is due to end in December. pic.twitter.com/oyElZMYTCH